Laðast að sögum um konur í krísu 22. september 2011 09:00 Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona frumsýnir útskriftarstuttmynd sína, Útrás Reykjavík, á RIFF-hátíðinni. Fréttablaðið/Valli Ísold Uggadóttir er flutt til Íslands eftir tíu ára dvöl í New York. Hún frumsýnir útskriftarmyndina sína á RIFF og er þegar farin að huga að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Ég er alltaf með konur í aðalhlutverki enda er skortur á því í kvikmyndum," segir Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona en hún er nýflutt til landsins eftir tíu ára búsetu í New York. Fjórða stuttmynd Ísoldar og útskriftarmynd hennar úr mastersnámi í leikstjórn við Columbia-háskólann, Útrás Reykjavík, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF um helgina en Ísold er þegar með hugann við sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Myndin er á handritsstigi en ég stefni á að hefja tökur einhvern tímann næsta vetur," segir Ísold en fyrir stuttu kynnti hún hugmyndina að handritinu á myndinni á ráðstefnunni Nordic Talent og fékk góðar undirtektir gesta. „Ég er komin með nokkuð skýrt viðfangsefni en söguhetjan verður ung kona sem á erfitt uppdráttar í lífinu. Um leið og ég er búin að frumsýna Útrás Reykjavík, fer ég á fullt í undirbúning sem felur bæði í sér rannsóknarvinnu, handritsskrif og fjármögnun," segir Ísold og bætir við að söguþráðurinn eigi eftir að minna að einhverju leyti á stuttmyndina Útrás Reykjavík en hún fjallar um heldri konu sem tekst á við breytta sjálfsmynd eftir efnahagshrunið. Ísold er hrifin af sögum úr samtímanum og reynir ávallt að tengja karakterana við það sem er að gerast í heiminum í dag. „Ég virðist laðast að sögum um konur í krísu en flestar myndirnar mínir eru með örlitlum undirtón af svörtum húmor," segir Ísold og bætir við að hún vilji gera myndir sem hafa félagslega þýðingu. „Þegar maður verður eldri og reyndari byrjar maður að spyrja sig af hverju er maður er að búa til bíómyndir og fer í auknum mæli að vilja hafa áhrif á samfélagið með kvikmyndagerð." Kvikmyndir Ísoldar hafa allar hlotið viðurkenningu hér á landi sem og erlendis. Stuttmyndirnar Clean og Njálsgata hlutu Edduverðlaunin árin 2010 og 2011 en auk þess var mynd hennar, Góðir gestir, sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Þessar myndir verða allar á dagskrá Ríkissjónvarpsins í haust en auk þess seldi hún þær til flugfélagsins Icelandair á dögunum og Icelandic Cinema Online. Ísold líkar vel að vera flutt heim til Íslands en viðurkennir að það sé alltaf sama harkið í kvikmyndageiranum hér. „Eftir að hafa unnið á öllum sviðum kvikmyndagerðar í tíu ár er maður orðinn vanur því að fórna sér í verkefnin. Samningurinn við Icelandair er einmitt hluti af þessu harki, maður reynir að koma myndunum sínum að alls staðar."alfrun@frettabladid.is Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Ísold Uggadóttir er flutt til Íslands eftir tíu ára dvöl í New York. Hún frumsýnir útskriftarmyndina sína á RIFF og er þegar farin að huga að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Ég er alltaf með konur í aðalhlutverki enda er skortur á því í kvikmyndum," segir Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona en hún er nýflutt til landsins eftir tíu ára búsetu í New York. Fjórða stuttmynd Ísoldar og útskriftarmynd hennar úr mastersnámi í leikstjórn við Columbia-háskólann, Útrás Reykjavík, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF um helgina en Ísold er þegar með hugann við sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Myndin er á handritsstigi en ég stefni á að hefja tökur einhvern tímann næsta vetur," segir Ísold en fyrir stuttu kynnti hún hugmyndina að handritinu á myndinni á ráðstefnunni Nordic Talent og fékk góðar undirtektir gesta. „Ég er komin með nokkuð skýrt viðfangsefni en söguhetjan verður ung kona sem á erfitt uppdráttar í lífinu. Um leið og ég er búin að frumsýna Útrás Reykjavík, fer ég á fullt í undirbúning sem felur bæði í sér rannsóknarvinnu, handritsskrif og fjármögnun," segir Ísold og bætir við að söguþráðurinn eigi eftir að minna að einhverju leyti á stuttmyndina Útrás Reykjavík en hún fjallar um heldri konu sem tekst á við breytta sjálfsmynd eftir efnahagshrunið. Ísold er hrifin af sögum úr samtímanum og reynir ávallt að tengja karakterana við það sem er að gerast í heiminum í dag. „Ég virðist laðast að sögum um konur í krísu en flestar myndirnar mínir eru með örlitlum undirtón af svörtum húmor," segir Ísold og bætir við að hún vilji gera myndir sem hafa félagslega þýðingu. „Þegar maður verður eldri og reyndari byrjar maður að spyrja sig af hverju er maður er að búa til bíómyndir og fer í auknum mæli að vilja hafa áhrif á samfélagið með kvikmyndagerð." Kvikmyndir Ísoldar hafa allar hlotið viðurkenningu hér á landi sem og erlendis. Stuttmyndirnar Clean og Njálsgata hlutu Edduverðlaunin árin 2010 og 2011 en auk þess var mynd hennar, Góðir gestir, sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Þessar myndir verða allar á dagskrá Ríkissjónvarpsins í haust en auk þess seldi hún þær til flugfélagsins Icelandair á dögunum og Icelandic Cinema Online. Ísold líkar vel að vera flutt heim til Íslands en viðurkennir að það sé alltaf sama harkið í kvikmyndageiranum hér. „Eftir að hafa unnið á öllum sviðum kvikmyndagerðar í tíu ár er maður orðinn vanur því að fórna sér í verkefnin. Samningurinn við Icelandair er einmitt hluti af þessu harki, maður reynir að koma myndunum sínum að alls staðar."alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira