Laðast að sögum um konur í krísu 22. september 2011 09:00 Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona frumsýnir útskriftarstuttmynd sína, Útrás Reykjavík, á RIFF-hátíðinni. Fréttablaðið/Valli Ísold Uggadóttir er flutt til Íslands eftir tíu ára dvöl í New York. Hún frumsýnir útskriftarmyndina sína á RIFF og er þegar farin að huga að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Ég er alltaf með konur í aðalhlutverki enda er skortur á því í kvikmyndum," segir Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona en hún er nýflutt til landsins eftir tíu ára búsetu í New York. Fjórða stuttmynd Ísoldar og útskriftarmynd hennar úr mastersnámi í leikstjórn við Columbia-háskólann, Útrás Reykjavík, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF um helgina en Ísold er þegar með hugann við sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Myndin er á handritsstigi en ég stefni á að hefja tökur einhvern tímann næsta vetur," segir Ísold en fyrir stuttu kynnti hún hugmyndina að handritinu á myndinni á ráðstefnunni Nordic Talent og fékk góðar undirtektir gesta. „Ég er komin með nokkuð skýrt viðfangsefni en söguhetjan verður ung kona sem á erfitt uppdráttar í lífinu. Um leið og ég er búin að frumsýna Útrás Reykjavík, fer ég á fullt í undirbúning sem felur bæði í sér rannsóknarvinnu, handritsskrif og fjármögnun," segir Ísold og bætir við að söguþráðurinn eigi eftir að minna að einhverju leyti á stuttmyndina Útrás Reykjavík en hún fjallar um heldri konu sem tekst á við breytta sjálfsmynd eftir efnahagshrunið. Ísold er hrifin af sögum úr samtímanum og reynir ávallt að tengja karakterana við það sem er að gerast í heiminum í dag. „Ég virðist laðast að sögum um konur í krísu en flestar myndirnar mínir eru með örlitlum undirtón af svörtum húmor," segir Ísold og bætir við að hún vilji gera myndir sem hafa félagslega þýðingu. „Þegar maður verður eldri og reyndari byrjar maður að spyrja sig af hverju er maður er að búa til bíómyndir og fer í auknum mæli að vilja hafa áhrif á samfélagið með kvikmyndagerð." Kvikmyndir Ísoldar hafa allar hlotið viðurkenningu hér á landi sem og erlendis. Stuttmyndirnar Clean og Njálsgata hlutu Edduverðlaunin árin 2010 og 2011 en auk þess var mynd hennar, Góðir gestir, sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Þessar myndir verða allar á dagskrá Ríkissjónvarpsins í haust en auk þess seldi hún þær til flugfélagsins Icelandair á dögunum og Icelandic Cinema Online. Ísold líkar vel að vera flutt heim til Íslands en viðurkennir að það sé alltaf sama harkið í kvikmyndageiranum hér. „Eftir að hafa unnið á öllum sviðum kvikmyndagerðar í tíu ár er maður orðinn vanur því að fórna sér í verkefnin. Samningurinn við Icelandair er einmitt hluti af þessu harki, maður reynir að koma myndunum sínum að alls staðar."alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fleiri fréttir „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Sjá meira
Ísold Uggadóttir er flutt til Íslands eftir tíu ára dvöl í New York. Hún frumsýnir útskriftarmyndina sína á RIFF og er þegar farin að huga að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Ég er alltaf með konur í aðalhlutverki enda er skortur á því í kvikmyndum," segir Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona en hún er nýflutt til landsins eftir tíu ára búsetu í New York. Fjórða stuttmynd Ísoldar og útskriftarmynd hennar úr mastersnámi í leikstjórn við Columbia-háskólann, Útrás Reykjavík, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF um helgina en Ísold er þegar með hugann við sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Myndin er á handritsstigi en ég stefni á að hefja tökur einhvern tímann næsta vetur," segir Ísold en fyrir stuttu kynnti hún hugmyndina að handritinu á myndinni á ráðstefnunni Nordic Talent og fékk góðar undirtektir gesta. „Ég er komin með nokkuð skýrt viðfangsefni en söguhetjan verður ung kona sem á erfitt uppdráttar í lífinu. Um leið og ég er búin að frumsýna Útrás Reykjavík, fer ég á fullt í undirbúning sem felur bæði í sér rannsóknarvinnu, handritsskrif og fjármögnun," segir Ísold og bætir við að söguþráðurinn eigi eftir að minna að einhverju leyti á stuttmyndina Útrás Reykjavík en hún fjallar um heldri konu sem tekst á við breytta sjálfsmynd eftir efnahagshrunið. Ísold er hrifin af sögum úr samtímanum og reynir ávallt að tengja karakterana við það sem er að gerast í heiminum í dag. „Ég virðist laðast að sögum um konur í krísu en flestar myndirnar mínir eru með örlitlum undirtón af svörtum húmor," segir Ísold og bætir við að hún vilji gera myndir sem hafa félagslega þýðingu. „Þegar maður verður eldri og reyndari byrjar maður að spyrja sig af hverju er maður er að búa til bíómyndir og fer í auknum mæli að vilja hafa áhrif á samfélagið með kvikmyndagerð." Kvikmyndir Ísoldar hafa allar hlotið viðurkenningu hér á landi sem og erlendis. Stuttmyndirnar Clean og Njálsgata hlutu Edduverðlaunin árin 2010 og 2011 en auk þess var mynd hennar, Góðir gestir, sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Þessar myndir verða allar á dagskrá Ríkissjónvarpsins í haust en auk þess seldi hún þær til flugfélagsins Icelandair á dögunum og Icelandic Cinema Online. Ísold líkar vel að vera flutt heim til Íslands en viðurkennir að það sé alltaf sama harkið í kvikmyndageiranum hér. „Eftir að hafa unnið á öllum sviðum kvikmyndagerðar í tíu ár er maður orðinn vanur því að fórna sér í verkefnin. Samningurinn við Icelandair er einmitt hluti af þessu harki, maður reynir að koma myndunum sínum að alls staðar."alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fleiri fréttir „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Sjá meira