Enski boltinn

Reina ætlar að fara ef Liverpool styrkir sig ekki

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Er Pepe Reina á förum frá Liverpool?
Er Pepe Reina á förum frá Liverpool? Nordic Photos/Getty Images
Markvörðurinn Pepe Reina hefur gefið vísbendingar þess efnis að hann muni yfirgefa Liverpool ef liðið styrkir sig ekki hressilega í sumar. Reina hefur verið orðaður við Man. United en liðinu vantar markvörð í sumar þegar Edwin van der Sar hættir í vor.

„Við verðum að styrkja okkur. Ef við viljum bæta okkur þá verðum að kaupa leikmenn. Það er skylda okkar að vera sterkir og verða betri. Það eina sem ég get gert er að gera mitt besta. Hver veit hvað ég á mörg ár eftir,“ sagði Reina.

„Þetta er ekki spurning um þolinmæði. Þetta er klúbbur sem er vanur því að vinna og vera í baráttunni. Við vorum í baráttunni um að vera á meðal efstu liða og vorum í Meistaradeildinni. Því miður er ekki sú staða lengur. Ég vil vinna titla.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×