Lífið

Aleinn í álögum

Vanessa Hudgens sló fyrst í gegn í High School Musical. Hún leikur eitt aðalhlutverkanna í Beastly.
Vanessa Hudgens sló fyrst í gegn í High School Musical. Hún leikur eitt aðalhlutverkanna í Beastly.
Kvikmyndin Beastly með þeim Alex Pettyfer og Vanessu Hudgens verður frumsýnd um helgina. Myndin byggir á kunnuglegu stefi en hún segir frá unga, ríka og myndarlega pabbastráknum Kyle. Hann á allt sem hugurinn girnist og níðist gjarnan á skólafélögum sínum þegar tækifæri gefst til.

Engin er auðveldari bráð en Kendra, undarleg stúlka sem Kyle niðurlægir á skólaballi. Í ljós kemur að hún er norn og leggur á strákinn þau álög að hann skuli afmyndast. Drengurinn neyðist til að flýja úr skóla og loka sig af í íbúð í New York því eini möguleiki hans til að aflétta álögunum er að hann fái einhvern til að elska sig eins og hann er. Meðal annarra leikara í myndinni má nefna Neil Patrick Harris sem áhorfendur Stöðvar 2 kannast við sem Barney Stinson úr gamanþáttunum How I Met Your Mother.

Vanessa Hudgens er hvað þekktust fyrir leik sinn í söngvamyndunum High School Musical þar sem hún lék á móti fyrrverandi kærasta sínum, Zach Effron. Alex Pettyfer vakti hins vegar fyrst athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni Alex Rider: Operation Stormbreaker en hann lék síðast í hasarmyndinni I Am Number Four. Kvikmyndin Beastly fær 4,9 á imdb.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.