Lífið

Fox í feluhlutverki hjá Cohen

Þokkagyðjan og grínistinnMegan Fox leikur lítið hlutverk í nýjustu gamanmynd Sacha Baron Cohen, The Dictator.
Þokkagyðjan og grínistinnMegan Fox leikur lítið hlutverk í nýjustu gamanmynd Sacha Baron Cohen, The Dictator.
Bandarísku leikkonunni Megan Fox bregður fyrir í litlu hlutverki í kvikmyndinni The Dictator. John C. Reilly verður í svipuðu hlutverki í myndinni. Ekki liggur fyrir hvers eðlis hlutverkin eru en mikil leynd hvílir yfir tökunum sem standa nú yfir.

The Dictator er nýjasta kvikmynd Sacha Barons Cohen en henni er leikstýrt af Larry Charles, manninum á bak við sjónvarpsþættina Seinfeld og Curb Your Enthusiasm. Hún segir frá arabískum einræðisherra sem hefur kúgað þjóð sína í áratugi. Hann neyðist þó til að flýja land og fær geita-hirði, sem raunar er tvífari hans, til að taka við embættinu um stundarsakir. Einræðisherrann ákveður að setjast að í New York þar sem hann reynir að læra nýja siði af íbúum borgarinnar.

Þegar hefur verið tilkynnt að Anna Faris ogSir Ben Kingsley leiki stór hlutverk í myndinni. Cohen hefur auk þess lýst því yfir að myndin sé innblásin af skáldsögu sem talið er að Saddam Hussein hafi skrifað á valdatíma sínum í Írak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.