Lífið

Hollensk rúgbrauð á Landsmóti

Hollensku fornbílarnir á hlaðinu hjá Samgönguminjasafninu Ystafelli í Þingeyjarsveit. Mynd/friðgeir sverrisson
Hollensku fornbílarnir á hlaðinu hjá Samgönguminjasafninu Ystafelli í Þingeyjarsveit. Mynd/friðgeir sverrisson
Hollenskur fornbílaklúbbur með Volkswagen-rúgbrauð og -bjöllur fremst í flokki tekur þátt í Landsmóti Fornbílaklúbbs Íslands sem verður haldið á Selfossi í áttunda sinn um næstu helgi.

Um fimmtíu Hollendingar komu til landsins á 26 loftkældum bílum með Norrænu á sunnudaginn og hafa þeir fikrað sig áfram eftir hringveginum síðustu daga. Klúbburinn kom við í Samgönguminjasafninu Ystafelli í Þingeyjarsveit þar sem vel var tekið á móti þeim. „Þetta var rosalega gaman. Þetta er skemmtilegt fólk. Það borðaði hérna og þeir sem voru lengst stoppuðu í fimm klukkustundir,“ segir Sverrir Ingólfsson á Ystafelli.

Um 3.500 gestir komu á landsmótið í fyrra og er búist við enn betri þátttöku í ár enda er búist við góðu veðri um helgina. Hópakstur frá Reykjavík á Selfoss verður á föstudagskvöld frá planinu við MS og mun hluti af hollensku bílunum taka þátt í akstrinum. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.