Lífið

Charlies-stelpur sitja sveittar við saumamennsku

Í stíl 
Þær Alma, Klara og Steinunn í stúlknasveitinni The Charlies voru klæddar í hönnun eftir Elísabetu Kristófersdóttur síðustu tónleikum þeirra hér á landi en sjást hér koma fram á afmæliskvöldi Supper Club í búningum sem þær hönnuðu og saumuðu sjálfar en búningarnir minna óneitanlega á sviðsfatnað poppdívunnar Lady Gaga.
Í stíl Þær Alma, Klara og Steinunn í stúlknasveitinni The Charlies voru klæddar í hönnun eftir Elísabetu Kristófersdóttur síðustu tónleikum þeirra hér á landi en sjást hér koma fram á afmæliskvöldi Supper Club í búningum sem þær hönnuðu og saumuðu sjálfar en búningarnir minna óneitanlega á sviðsfatnað poppdívunnar Lady Gaga.
„Við vorum að klára tveggja daga upptökutörn en það er nóg að gera hjá okkur þessa dagana,“ segir Alma Guðmundsdóttir, ein af meðlimum hljómsveitarinnar The Charlies en útrás sveitarinnar vestanhafs gengur ágætlega.

Nýlega komu stúlkurnar fram á sérstöku meðlimakvöldi skemmtistaðarins Supper Club. „Klúbburinn er einn sá flottasti hér í Hollywood og það er alltaf troðfullt. Það var því mikill heiður fyrir okkur að vera beðnar um að taka lagið á afmæliskvöldi staðarins þar sem mikið var um dýrðir. Risavaxin afmælisterta og kampavínsflaska í súperstærð látin síga niður úr loftinu.“

Þær Alma, Klara og Steinunn vöktu athygli fyrir að klæðast frumlegum búningum á sviðinu. „Búningana hönnuðum við og útfærðum alveg sjálfar. Við erum mjög ánægðar með útkomuna og notuðum hverja lausa stund milli æfinga til að setjast niður og sauma, festa kögur, gadda, keðjur og fjaðrir,“ segir Alma en hugmyndina fengu þær stöllur út frá gallavesti sem Alma keypti sér og klæddist þá um kvöldið. „Við erum mjög samstillar varðandi hvernig við viljum líta út á sviði og getum farið í mikinn ham þegar við erum að spá í útlit okkar á sviði,“ segir Alma og bætir við að þær sitji samt ekki alltaf sjálfar við saumavélina og vinni líka með hönnuðum og stílistum annað slagið.

Dagar þeirra Ölmu, Klöru og Steinunnar fara í æfingar og upptökur ásamt því að koma fram á eins mörgum viðburðum og þær geta. „Við höfum verið duglegar við að koma fram á hinum ýmsu viðburðum upp á síðkastið og höfum mjög gaman af því.“

alfrun@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.