Lífið

Er vonda drottningin

Rachel Weisz leikur vondu galdrakerlinguna í forleiknum að galdrakarlinum í Oz.
Rachel Weisz leikur vondu galdrakerlinguna í forleiknum að galdrakarlinum í Oz.
Það eru ansi magnaðir hlutir að gerast hjá Disney. Ekki að það sé eitthvað fréttnæmt heldur virðist nýjasta kvikmynd Spiderman-leikstjórans Sam Raimi innan veggja fyrirtækisins lofa góðu. Myndin er svokallaður forleikur að Galdrakarlinum í Oz og segir frá sölumanni einum sem lendir í því að loftbelgur hans hafnar í hvirfilbyl og sendir hann í töfralandið fræga. Þar kemst hann í kynni við töfrakonuna Theódóru með skelfilegum afleiðingum.

Raimi hefur þegar gengið frá því að James Franco leiki sölumanninn og Mila Kunis leiki Theódóru. Þá var tilkynnt í gær að Rachel Weisz myndi leika vondu nornina í Oz sem leggur stein í götu systur sinnar og reynir að gera allt til að eyðileggja samband hennar og sölumannsins. Ráðgert er að tökur hefjist í júlí og er búist við miklu tæknibrellufjöri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.