Er næsta stórstjarna í íslenskri myndasögugerð 5. maí 2011 12:00 Lilja Hlín Pétursdóttir sigraði í myndasögukeppni Ókeibæ-kur sem var haldin á dögunum. Fréttablaðið/Valli Lilja Hlín Pétursdóttir sigraði í myndasögukeppni Ókeibæ-kur og fékk að launum útgáfusamning við fyrirtækið. Myndasagan hennar er bæði blóðug og ofbeldisfull. Lilja Hlín Pétursdóttir bar sigur úr býtum í myndasögukeppni bókaforlagsins Ókeibæ-kur sem var haldin fyrir Ókeipiss, myndasögutímaritið sem kemur út á laugardaginn. Sama dag verður haldið upp á hinn alþjóðlega ókeypis-myndasögudag. „Mig langaði til að vinna þannig að ég ákvað að gera eitthvað í anda þess sem Ókeibæ-kur gefur út," segir Lilja Hlín. Saga hennar nefnist Grallarar og er að hennar sögn mjög ofbeldisfull. „Þetta er blóðug saga en samt er undirliggjandi söguþráður um vináttu og hvers virði hún er í róstusömu samfélagi sem við lifum í," segir hún. Í umsögn dómefndar stóð: „Lilja lék sér að forminu með því að segja söguna í gegnum teiknaðar polaroid-myndir. Kúlupennaskriftin og poppkúltúrvísanir í húmornum gerðu útslagið". Í öðru til fimmta sæti í myndasögukeppninni, í engri sérstakri röð, lentu Ingvar Barkarson, Birta Þrastardóttir, Júlía Hermannsdóttir og þeir Magnús Ingvar Ágústsson, Eysteinn Þórðarson og Hróbjartur Arnfinsson sem sendu inn sameiginlega myndasögu. Alls voru um fjörutíu sögur sendar inn frá fólki á öllum aldri. Umfjöllunarefnið var af ýmsum toga, allt frá geimgríni yfir í víkingasplatter. Allar sögurnar sem tóku þátt verða til sýnis í sal Hugleikjafélags Reykjavíkur við verslunina Nexus og verða einnig í tímaritinu Ókeipiss.Kafli úr myndasögu Lilju Hlínar, Grallarar, sem vann keppnina.Lilja Hlín er 21 árs og starfar hjá Íslandspósti. Hún útskrifaðist af listnámsbraut í Fjölbrautaskóla Garðabæjar og stefnir á framhaldsnám, hugsanlega í hreyfimyndagerð. Fyrir sigurinn í myndasögukeppninni hlaut hún útgáfusamning við Ókeibæ-kur og er hún að sjálfsögðu í skýjunum yfir því. „Það er alveg geðveikt. Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við þetta en það verður eitthvað frábært. Ég er næsta stórstjarna í myndasögumenningunni á Íslandi," segir hún hress. Aðspurð segist Lilja Hlín ekki eigi sér neitt eitt átrúnaðargoð á meðal myndasagnahöfunda. „Það er kannski ekkert sérstaklega mikið um að vera akkúrat á Íslandi en það eru nokkrir erlendir. Það myndi koma fólki á óvart hversu mikið af hæfileikaríku fólki gefur efnið sitt ókeypis á netinu." Óvenju mikið verður um íslenskt efni á ókeypis-myndasögudeginum í ár, sem hefst kl. 13. á laugardaginn. Ókeipiss fæst gefins í Nexus auk þess sem hefti af tímaritinu Blek verða gefin. Nýtt myndasögublað lítur einnig dagsins ljós, Aðsvif, sem er teiknað og skrifað af tíu myndlistarnemum. Þá munu aðstandendur tímaritsins Furðusögur vera á staðnum til að kynna útgáfu sína. Ókeibæ-kur og Neo/Blek setja einnig upp myndlistasýningu með verkum íslenskra teiknara í sal Hugleikjafélags Reykjavíkur. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Lilja Hlín Pétursdóttir sigraði í myndasögukeppni Ókeibæ-kur og fékk að launum útgáfusamning við fyrirtækið. Myndasagan hennar er bæði blóðug og ofbeldisfull. Lilja Hlín Pétursdóttir bar sigur úr býtum í myndasögukeppni bókaforlagsins Ókeibæ-kur sem var haldin fyrir Ókeipiss, myndasögutímaritið sem kemur út á laugardaginn. Sama dag verður haldið upp á hinn alþjóðlega ókeypis-myndasögudag. „Mig langaði til að vinna þannig að ég ákvað að gera eitthvað í anda þess sem Ókeibæ-kur gefur út," segir Lilja Hlín. Saga hennar nefnist Grallarar og er að hennar sögn mjög ofbeldisfull. „Þetta er blóðug saga en samt er undirliggjandi söguþráður um vináttu og hvers virði hún er í róstusömu samfélagi sem við lifum í," segir hún. Í umsögn dómefndar stóð: „Lilja lék sér að forminu með því að segja söguna í gegnum teiknaðar polaroid-myndir. Kúlupennaskriftin og poppkúltúrvísanir í húmornum gerðu útslagið". Í öðru til fimmta sæti í myndasögukeppninni, í engri sérstakri röð, lentu Ingvar Barkarson, Birta Þrastardóttir, Júlía Hermannsdóttir og þeir Magnús Ingvar Ágústsson, Eysteinn Þórðarson og Hróbjartur Arnfinsson sem sendu inn sameiginlega myndasögu. Alls voru um fjörutíu sögur sendar inn frá fólki á öllum aldri. Umfjöllunarefnið var af ýmsum toga, allt frá geimgríni yfir í víkingasplatter. Allar sögurnar sem tóku þátt verða til sýnis í sal Hugleikjafélags Reykjavíkur við verslunina Nexus og verða einnig í tímaritinu Ókeipiss.Kafli úr myndasögu Lilju Hlínar, Grallarar, sem vann keppnina.Lilja Hlín er 21 árs og starfar hjá Íslandspósti. Hún útskrifaðist af listnámsbraut í Fjölbrautaskóla Garðabæjar og stefnir á framhaldsnám, hugsanlega í hreyfimyndagerð. Fyrir sigurinn í myndasögukeppninni hlaut hún útgáfusamning við Ókeibæ-kur og er hún að sjálfsögðu í skýjunum yfir því. „Það er alveg geðveikt. Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við þetta en það verður eitthvað frábært. Ég er næsta stórstjarna í myndasögumenningunni á Íslandi," segir hún hress. Aðspurð segist Lilja Hlín ekki eigi sér neitt eitt átrúnaðargoð á meðal myndasagnahöfunda. „Það er kannski ekkert sérstaklega mikið um að vera akkúrat á Íslandi en það eru nokkrir erlendir. Það myndi koma fólki á óvart hversu mikið af hæfileikaríku fólki gefur efnið sitt ókeypis á netinu." Óvenju mikið verður um íslenskt efni á ókeypis-myndasögudeginum í ár, sem hefst kl. 13. á laugardaginn. Ókeipiss fæst gefins í Nexus auk þess sem hefti af tímaritinu Blek verða gefin. Nýtt myndasögublað lítur einnig dagsins ljós, Aðsvif, sem er teiknað og skrifað af tíu myndlistarnemum. Þá munu aðstandendur tímaritsins Furðusögur vera á staðnum til að kynna útgáfu sína. Ókeibæ-kur og Neo/Blek setja einnig upp myndlistasýningu með verkum íslenskra teiknara í sal Hugleikjafélags Reykjavíkur. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning