Lífið

Fengu ekki hlutverkið

Jake Gyllenhaal fór í áheyrnarprufu fyrir hlutverk Christians í söngvamyndinni Moulin Rouge!
Jake Gyllenhaal fór í áheyrnarprufu fyrir hlutverk Christians í söngvamyndinni Moulin Rouge!
Leikararnir Jake Gyllenhaal og hinn sálugi Heath Ledger fóru báðir í áheyrnarprufur fyrir aðalkarlhlutverkið í söngvamyndinni Moulin Rouge! sem kom út 2001. Skotinn Ewan McGregor hreppti hlutverkið á endanum og stóð sig með mikilli prýði. Að sögn leikstjórans Baz Luhrmann tók það marga mánuði að finna rétta leikarann í hlutverkið.

„Ég hitti alla. Það kom ótrúlegasta fólk í prufurnar. Heath Ledger lék í frábærum senum á móti Nicole [Kidman]. Á einum tímapunkti var Christian [aðalpersónan] mjög ungur og þá vissi ég af Ewan en vissi ekki að hann gæti sungið,“ sagði Luhrmann. „Jake [Gyllenhaal] ætti að leika í söngvamynd. Hann er frábær leikari en hefur líka magnaða rödd. Hvenær kemur hann eiginlega fram í gestahlutverki í Glee?“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.