Lífið

Patti Smith fær Polar

Patti Smith fær sænsku Polar-verðlaunin ásamt strengjakvartettinum Kronos Quartet.
Patti Smith fær sænsku Polar-verðlaunin ásamt strengjakvartettinum Kronos Quartet.
Söngkonan Patti Smith og bandaríski strengjakvartettinn Kronos Quartet fá sænsku Polar-tónlistarverðlaunin í ár. Tónlistarfólkið tekur á móti verðlaununum, sem nema um átján milljónum króna, í Stokkhólmi síðar á þessu ári. Í yfirlýsingu dómnefndarinnar segir að Patti Smith hafi sýnt hve mikið rokk og ról er í ljóðlistinni og hversu mikil ljóðlist er í rokkinu. Þar segir einnig að Smith hafi „breytt því hvernig heil kynslóð lítur út, hugsar og dreymir“. Á síðasta ári hlutu Björk og ítalska tónskáldið Ennio Morricone Polar-verðlaunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.