Lífið

Þingmaður með Dylan-tónleika

skipuleggjandi Þingmaðurinn Skúli Helgason skipuleggur uppákomu í tilefni af sjötugsafmæli Bobs Dylan.
skipuleggjandi Þingmaðurinn Skúli Helgason skipuleggur uppákomu í tilefni af sjötugsafmæli Bobs Dylan.
Bob Dylan Fagnar sjötugsafmælinu 24. maí.
Hollvinafélag Minnesota-háskóla verður með uppákomu 15. maí í tilefni af sjötugsafmæli Bobs Dylan. Þar munu KK og Valgeir Guðjónsson flytja lög Dylans og eigin lög innblásin af verkum söngvaskáldsins.

Skipuleggjandi er þingmaðurinn Skúli Helgason, formaður Hollvinafélagsins. „Mér fannst tilvalið af því að karlinn á þetta stórafmæli að vekja athygli á því að Dylan kemur frá Minnesota,“ segir Skúli sem stundaði nám í ríkinu. „Flestir hafa gefið sér það að hann sé frá New York og hann hefur látið að því liggja sjálfur. Það er skemmtileg saga hvernig hann felur þann uppruna sinn lengi vel og það er ekki fyrr en nýlega sem hann hefur gengist við honum.“

KK og Valgeir tengjast báðir Minnesota hvor á sinn hátt. KK fæddist í ríkinu en Valgeir bjó þar um tíma. Gunnar Þorsteinsson, tvítugur liðsmaður hljómsveitarinnar Örför, og félagar í Hinni íslensku Dylan-mafíu flytja einnig lög átrúnaðargoðsins á samkomunni sem verður haldin í Hafnarhvoli við Tryggvagötu. Forsala miða verður á síðunni Nemaforum.web.is.

Gestir munu jafnframt njóta myndbrota frá ferli Dylans, þar sem m.a. verður varpað ljósi á tengslin við Minnesota. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.