Lífið

Bannar meiri megrun

Söng-og leikkonan Jennifer Hudson hefur grennst um fjórar fatastærðir síðustu tveimur árum en hún vill ekki grennast meira. 
Nordicphotos/getty
Söng-og leikkonan Jennifer Hudson hefur grennst um fjórar fatastærðir síðustu tveimur árum en hún vill ekki grennast meira. Nordicphotos/getty
Unnusti söng-og leikkonunnar Jennifer Hudson, David Otunga, hefur bannað henni að grennast meira en fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig deilt áhyggjum hans af ört minnkandi líkama Óskarverðlaunahafans.

Hudson hefur grennst um fjórar fatastærðir á síðustu tveimur árum og segist leikkonan einnig eiga erfitt með að venjast þessum hröðu breytingum á líkama sínum „Ég hef grennst mjög hratt enda er ég að fylgja ströngu matarplani. Mér bregður stundum þegar ég lít í spegil en ég vill ekki grennast meira. Þetta er komið gott,“ segir Hudson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.