Lífið

Vinsælir á Tribeca

Gaukur Úlfarsson er ánægður með viðtökurnar sem Gnarr fékk á Tribeca-hátíðinni.
Gaukur Úlfarsson er ánægður með viðtökurnar sem Gnarr fékk á Tribeca-hátíðinni.
Leikstjórinn Gaukur Úlfarsson er ánægður með viðtökurnar sem heimildarmynd hans Gnarr fékk á kvikmyndahátíðinni Tribeca í New York.

Nóg var að gera hjá honum og borgarstjóranum Jóni Gnarr, sem myndin snýst um, við að svara spurningum fréttamanna. „Við vorum eiginlega að allan tímann. Ef við vorum ekki á sýningum á myndinni vorum við í viðtölum,“ segir Gaukur, sem ræddi við stóra fjölmiðla á borð við Wall Street Journal, Variety og NBC. „Við sögðum nei við Biography Channel og alls konar stór blöð því þetta var svo mikið. Þú getur rétt ímyndað þér landkynninguna og kynninguna á Reykjavík.“

Myndin var sýnd þrívegis á hátíðinni og var uppselt í öll skiptin. Gagnrýnendur voru einnig jákvæðir að mestu leyti. „Sumum finnst skrítið að þarna var ekki verið að kafa ofan í hlutina fram og til baka. Mitt sjónarhorn var ekki þannig. Ég tók bara upp það sem gerðist og límdi saman úr því mynd,“ segir Gaukur.

Gnarr verður næst sýnd á stærstu heimildarmyndahátíð Norður-Ameríku, Hot Docs, í Toronto í Kanada sem hófst á fimmtudag og lýkur 8. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.