Lífið

Gefur ekki upp faðerni barnsins

January Jones á von á sínu fyrsta barni í haust. Nordicphotos/Getty
January Jones á von á sínu fyrsta barni í haust. Nordicphotos/Getty
Leikkonan January Jones, sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum Mad Men, á von á sínu fyrsta barni. Leikkonan vill þó ekki gefa upp faðerni barnsins.

„January á von á sínu fyrsta barni nú í haust. Hún hlakkar mikið til þessa nýja kafla í lífi sínu og að takast á við móðurhlutverkið,“ stóð í tilkynningu frá talsmanni hennar.

Jones átti í stuttu sambandi við giftan kokk um mitt síðasta ár auk þess að hafa átt í sambandi við gamanleikarann Jason Sudeikis, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Saturday Night Live. Sambandi Jones og Sudeikis lauk í desember í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.