Lífið

Gallastuttbuxur slá í gegn

Samkvæmt Sindra Snæ Jenssyni eiga smekkmenn að klæðast gallastuttbuxum í sumar vilji þeir tolla í tískunni. Gossip Girl-stjarnan Penn Badgley er augljóslega hrifinn af gallastuttbuxunum. Upphaf tískunnar má rekja til sálarsérfræðingsins Tobias Fünke úr Arrested Development.
Samkvæmt Sindra Snæ Jenssyni eiga smekkmenn að klæðast gallastuttbuxum í sumar vilji þeir tolla í tískunni. Gossip Girl-stjarnan Penn Badgley er augljóslega hrifinn af gallastuttbuxunum. Upphaf tískunnar má rekja til sálarsérfræðingsins Tobias Fünke úr Arrested Development.
Sálarsérfræðingurinn Tobias Fünke er ein af eftirminnilegri persónunum úr sjónvarpsþáttunum Arrested Development. Í þáttunum klæddist hann gjarnan gallastuttbuxum, eða „cutoffs". Þær verða það heitasta í strákatískunni í sumar.

Gallastuttbuxur hafa verið vinsælar meðal karlpeningsins bæði í Svíþjóð og Danmörku undanfarin sumur. Nú hefur þessi tíska náð hingað til lands og að sögn Sindra Snæs Jenssonar, verslunarstjóra í Gallerí Sautján, hafa stuttbuxurnar rokið út.

„Stuttbuxurnar hafa verið vinsælar í Skandinavíu undanfarin ár, en við virðumst hafa verið aðeins lengur að taka við okkur. Buxurnar hafa þó verið til hjá okkur í svolítinn tíma en þá alltaf í litlu magni því það voru fáir sem lögðu í þetta," útskýrir Sindri Snær. Hann segir starfsmenn verslunarinnar þó hafa kollfallið fyrir þessari tísku og sjálfur á hann þónokkrar útgáfur af stuttbuxunum og frá ólíkum tískumerkjum. Tíðin virðist eitthvað vera að breytast því undanfarið hafa buxurnar rokið út. „Menn eru að „fíla" þetta og taka betur við ráðleggingum okkar sem vinnum hér. Þónokkrir fótboltastrákar og aðrir töffarar hafa fest kaup á svona stuttbuxum. Við eigum því örugglega eftir að sjá marga smekkmenn klæðast þessu í sumar," segir hann.

Inntur eftir því hverju menn eigi að klæðast við slíkar stuttbuxur segir Sindri Snær að lágir strigaskór og flottur bolur eða skyrta verði það heitasta í sumar. sara@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.