Smíðaði einstakt hljóðfæri fyrir Björk Guðmundsdóttur 30. apríl 2011 08:00 Björgvin Tómasson orgelsmiður smíðaði nýtt hljóðfæri fyrir tónlistarkonunar Björk. Hljóðfærið er einstakt og það eina sinnar tegundar í heiminum. Á myndinni eru frá vinstri Matt Nolan, Björgvin og kvikmyndagerðarmaðurinn Andy McCreeth. Björgvin Tómasson orgelsmiður lauk nýverið við að smíða nýtt hljóðfæri handa tónlistarkonunni Björk. Hljóðfærið mun leika veigamikið hlutverk á næsta hljómdiski Bjarkar. Björgvin hefur starfað sem orgelsmiður í fjölda ára og á þeim tíma hefur hann smíðað yfir þrjátíu pípuorgel frá grunni, þar á meðal eitt fyrir Björk. Hljóðfærið sem hann smíðaði nú er þó alls ólíkt orgeli og að auki það eina sinnar tegundar í heiminum. Að sögn Björgvins er hljóðfærið blanda af celestu og asíska hljóðfærinu gamelan og hefur hlotið nafnið „gamelest" sem er samsuða úr nöfnum hljóðfæranna tveggja. „Björk var að leita eftir hljóði sem svipaði til þess sem kemur úr gamelan í hljóðfæri sem hún átti fyrir. Við sem sagt breyttum celestu í hljóðfæri sem er með píanó hljómborði en slær á málmplötur. Við rafvæddum einnig hljóðfærið þannig að hægt sé að spila á það í gegnum tölvu," útskýrir Björgvin. Björgvin smíðaði hljóðfærið ásamt enskum kollega sínum, Matt Nolan, og gekk samstarf þeirra vonum framar. Hann segir verkefnið bæði hafa verið skemmtilegt og mjög spennandi enda hafi enginn vitað hver útkoman yrði þegar hafist var handa. „Við kláruðum hljóðfærið fyrir páska og Björk kom á verkstæðið til mín á skírdag. Þá var strax farið í það að taka upp fyrir nýju plötuna. Hún var mjög ánægð með útkomuna og gaf hljóðfærinu nafnið Elísabet." Björgvin ber Björk vel söguna og segir hana frábæran listamann sem pæli mikið í tónlist. „Ég er meira fyrir klassíska tónlist, enda er það mitt áhugasvið, en Björk hefur auðvitað gert mjög skemmtilega hluti í tónlist og maður sér enn betur hversu frábær listamaður hún er eftir að hafa fengið að kynnast henni persónulega. Hún er mikill pælari og er stanslaust að spá og spekúlera." sara@frettabladid.is Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira
Björgvin Tómasson orgelsmiður lauk nýverið við að smíða nýtt hljóðfæri handa tónlistarkonunni Björk. Hljóðfærið mun leika veigamikið hlutverk á næsta hljómdiski Bjarkar. Björgvin hefur starfað sem orgelsmiður í fjölda ára og á þeim tíma hefur hann smíðað yfir þrjátíu pípuorgel frá grunni, þar á meðal eitt fyrir Björk. Hljóðfærið sem hann smíðaði nú er þó alls ólíkt orgeli og að auki það eina sinnar tegundar í heiminum. Að sögn Björgvins er hljóðfærið blanda af celestu og asíska hljóðfærinu gamelan og hefur hlotið nafnið „gamelest" sem er samsuða úr nöfnum hljóðfæranna tveggja. „Björk var að leita eftir hljóði sem svipaði til þess sem kemur úr gamelan í hljóðfæri sem hún átti fyrir. Við sem sagt breyttum celestu í hljóðfæri sem er með píanó hljómborði en slær á málmplötur. Við rafvæddum einnig hljóðfærið þannig að hægt sé að spila á það í gegnum tölvu," útskýrir Björgvin. Björgvin smíðaði hljóðfærið ásamt enskum kollega sínum, Matt Nolan, og gekk samstarf þeirra vonum framar. Hann segir verkefnið bæði hafa verið skemmtilegt og mjög spennandi enda hafi enginn vitað hver útkoman yrði þegar hafist var handa. „Við kláruðum hljóðfærið fyrir páska og Björk kom á verkstæðið til mín á skírdag. Þá var strax farið í það að taka upp fyrir nýju plötuna. Hún var mjög ánægð með útkomuna og gaf hljóðfærinu nafnið Elísabet." Björgvin ber Björk vel söguna og segir hana frábæran listamann sem pæli mikið í tónlist. „Ég er meira fyrir klassíska tónlist, enda er það mitt áhugasvið, en Björk hefur auðvitað gert mjög skemmtilega hluti í tónlist og maður sér enn betur hversu frábær listamaður hún er eftir að hafa fengið að kynnast henni persónulega. Hún er mikill pælari og er stanslaust að spá og spekúlera." sara@frettabladid.is
Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira