Níðþung og sveitt stemning 29. apríl 2011 09:00 klárir í slaginn Björgvin Sigurðsson (til vinstri) og Aðalbjörn Tryggvason ætla ekkert að gefa eftir í kvöld.fréttablaðið/valli Þungarokkssveitirnar Skálmöld og Sólstafir troða upp á Nasa í kvöld. Söngvarar sveitanna vona að hljóðkerfi staðarins standist álagið. „Þetta verður sveitt stemning,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari víkingarokkaranna í Skálmöld. Sveitin spilar á Nasa í kvöld ásamt öðrum þungavigtarmönnum í Sólstöfum og ljóst að krafturinn sem leysist úr læðingi verður ógurlegur. Spurður hvort hljóðkerfið á Nasa eigi ekki eftir að láta undan segir Björgvin að það muni koma í ljós. „Þeir státa sig af því að vera með besta hljóð- og ljósakerfi á landinu. Við verðum að vona að það dugi en hver veit, kannski springur það. Við ætlum ekki að halda neitt aftur af okkur og við vonum svo sannarlega að aðrir geri það ekki heldur.“ Skálmöld ruddist fram á sjónarsviðið í fyrra og hefur fyrsta plata hennar, Baldur, selst í hátt í tvö þúsund eintökum sem er óvenjulegt þegar íslensk þungarokkssveit er annars vegar. „Við gerðum upphaflega þúsund eintök en þau seldust upp fljótlega sem var eitthvað sem við áttum ekki von á,“ segir Björgvin. Hann telur íslenskt þungarokk vera í mikilli sókn. Til marks um það verða tónleikarnir á Nasa þeir stærstu sem Skálmöld hefur spilað á til þessa. „Þetta er ákveðinn prófsteinn á hversu langt við getum teygt okkur hérna heima.“ Aðalbjörn Tryggvason, söngvari Sólstafa, hlakkar mikið til tónleikanna í kvöld. Síðast spilaði sveitin í steypustöðvarhúsi á hátíðinni Aldrei fór ég suður. „Ég held að Aldrei fór ég suður hafi verið okkar stærsta gigg á Íslandi. Við spiluðum reyndar einu sinni á Nasa en það var fyrir tómu húsi á styrktartónleikum,“ segir hann. Spurður hvor hljómsveitin sé þyngri, Skálmöld eða Sólstafir, segir hann: „Þeir eru ábyggilega þyngri en við erum með stærri músík.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira
Þungarokkssveitirnar Skálmöld og Sólstafir troða upp á Nasa í kvöld. Söngvarar sveitanna vona að hljóðkerfi staðarins standist álagið. „Þetta verður sveitt stemning,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari víkingarokkaranna í Skálmöld. Sveitin spilar á Nasa í kvöld ásamt öðrum þungavigtarmönnum í Sólstöfum og ljóst að krafturinn sem leysist úr læðingi verður ógurlegur. Spurður hvort hljóðkerfið á Nasa eigi ekki eftir að láta undan segir Björgvin að það muni koma í ljós. „Þeir státa sig af því að vera með besta hljóð- og ljósakerfi á landinu. Við verðum að vona að það dugi en hver veit, kannski springur það. Við ætlum ekki að halda neitt aftur af okkur og við vonum svo sannarlega að aðrir geri það ekki heldur.“ Skálmöld ruddist fram á sjónarsviðið í fyrra og hefur fyrsta plata hennar, Baldur, selst í hátt í tvö þúsund eintökum sem er óvenjulegt þegar íslensk þungarokkssveit er annars vegar. „Við gerðum upphaflega þúsund eintök en þau seldust upp fljótlega sem var eitthvað sem við áttum ekki von á,“ segir Björgvin. Hann telur íslenskt þungarokk vera í mikilli sókn. Til marks um það verða tónleikarnir á Nasa þeir stærstu sem Skálmöld hefur spilað á til þessa. „Þetta er ákveðinn prófsteinn á hversu langt við getum teygt okkur hérna heima.“ Aðalbjörn Tryggvason, söngvari Sólstafa, hlakkar mikið til tónleikanna í kvöld. Síðast spilaði sveitin í steypustöðvarhúsi á hátíðinni Aldrei fór ég suður. „Ég held að Aldrei fór ég suður hafi verið okkar stærsta gigg á Íslandi. Við spiluðum reyndar einu sinni á Nasa en það var fyrir tómu húsi á styrktartónleikum,“ segir hann. Spurður hvor hljómsveitin sé þyngri, Skálmöld eða Sólstafir, segir hann: „Þeir eru ábyggilega þyngri en við erum með stærri músík.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira