Lífið

Steelheart flytur She's Gone á Nasa í sumar

Dag hlakkar til að sjá Steelheart á Nasa 8. júní. Fréttablaðið/Anton
Dag hlakkar til að sjá Steelheart á Nasa 8. júní. Fréttablaðið/Anton
Bandaríska „hár-metal" hljómsveitin Steelheart spilar á Nasa 8. júní. Hún er þekktust fyrir kraftballöðuna She"s Gone þar sem söngvarinn Miljenko „Mili" Matijevic nær ótrúlegum tónhæðum.

Dagur Sigurðsson, sem vann Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir skömmu, er mikill aðdáandi Steelheart, einkum söngvarans Mili.

„Það voru einhver lög eftir þá í Rockstar-myndinni og þá fór ég að tékka betur á þeim," segir Dagur. „Þá kynntist ég þessum magnaða söngvara. She"s Gone er ævimarkmið mitt. Ég get hætt að syngja þegar ég næ því," fullyrðir hann í léttum dúr.

Söngvarinn Miljenko „Mili“ Matijevic nær hæstu hæðum í laginu She´s Gone.
Steelheart, sem sló í gegn árið 1990, átti góða endurkomu í Rockstar þar sem Mark Wahlberg fór með aðalhlutverkið. Þar hljómuðu lög sveitarinnar ótt og títt, þar á meðal We All Die Young sem Dagur flutti einmitt í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2008 og náði þriðja sætinu.

„Rockstar er ein af mínum uppáhaldsmyndum," segir hann og bíður spenntur eftir komu Steelheart til Íslands en miðasala hefst á Midi.is á mánudaginn.

Dagur hefur í nógu að snúast í sumar við hin ýmsu verkefni. Meðal annars syngur hann með gítarleikaranum Birni Thoroddsen á djass- og blúshátíð í Kópavogi.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.