Dreymir stundum Nágranna 27. apríl 2011 11:30 Snjólaug Bragadóttir hefur þýtt alla sex þúsund þættina af Nágrönnum sem hafa verið sýndir á Stöð 2. Suma hverja hefur hún horft á tvisvar. Fréttablaðið/Valli „Nei, mér hefur aldrei leiðst og ef ég er frá þáttunum í einhvern tíma er ég farin að hlakka til að taka upp þráðinn aftur," segir þýðandinn Snjólaug Bragadóttir. Í dag verður sýndur sexþúsundasti þátturinn í áströlsku sápunni Nágrönnum, sem hefur fylgt áhorfendum Stöðvar 2 nánast frá upphafi stöðvarinnar. Það eitt og sér er nokkuð merkilegt enda þótt sápuóperur hafi yfirleitt lengra líf en aðrar sjónvarpsþáttaraðir. Það sem er merkilegt er að Snjólaug hefur þýtt hvern og einn einasta þátt. Snjólaug segir þetta bara hafa æxlast svona og hún hefur horft á hvern einasta þátt, suma hverja tvisvar. „Nágrannar verða 25 ára í ár og ég hef þýtt þá síðan 1989. Fyrstu árin þýddi ég tvo þætti á dag á meðan við vorum að vinna upp en núna er þetta bara einn á dag." Snjólaug segist ekki hafa orðið fyrir neinum skaða af því að horfa á Nágranna; þeir læðist reyndar stundum inn í draumana hennar. „Nei, það eru engar öfgar í þessum þáttum, þetta er bara venjulegt fólk þótt núna séu reyndar farnar að slæðast inn morðtilraunir og framhjáhald. Og þetta eru heldur ekki spillandi þættir, börnum er kennt að vera með hjálm og vera góð við dýrin." Nágrannar eru merkilegir að því leyti að þar er ekki skipt um leikara eins og tíðkast í bandarískum sápum. „Persónurnar eru yfirleitt bara skrifaðar út úr þáttunum og eiginlega alltaf látnar flytja til New York. Fyrst var það London en nú þykir hún ekki nógu fín." Og það er ekkert fararsnið á þýðandanum, hún er með handrit fram að jólum. „Ég held áfram svo lengi sem öllum heilsast vel."- fgg Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Nei, mér hefur aldrei leiðst og ef ég er frá þáttunum í einhvern tíma er ég farin að hlakka til að taka upp þráðinn aftur," segir þýðandinn Snjólaug Bragadóttir. Í dag verður sýndur sexþúsundasti þátturinn í áströlsku sápunni Nágrönnum, sem hefur fylgt áhorfendum Stöðvar 2 nánast frá upphafi stöðvarinnar. Það eitt og sér er nokkuð merkilegt enda þótt sápuóperur hafi yfirleitt lengra líf en aðrar sjónvarpsþáttaraðir. Það sem er merkilegt er að Snjólaug hefur þýtt hvern og einn einasta þátt. Snjólaug segir þetta bara hafa æxlast svona og hún hefur horft á hvern einasta þátt, suma hverja tvisvar. „Nágrannar verða 25 ára í ár og ég hef þýtt þá síðan 1989. Fyrstu árin þýddi ég tvo þætti á dag á meðan við vorum að vinna upp en núna er þetta bara einn á dag." Snjólaug segist ekki hafa orðið fyrir neinum skaða af því að horfa á Nágranna; þeir læðist reyndar stundum inn í draumana hennar. „Nei, það eru engar öfgar í þessum þáttum, þetta er bara venjulegt fólk þótt núna séu reyndar farnar að slæðast inn morðtilraunir og framhjáhald. Og þetta eru heldur ekki spillandi þættir, börnum er kennt að vera með hjálm og vera góð við dýrin." Nágrannar eru merkilegir að því leyti að þar er ekki skipt um leikara eins og tíðkast í bandarískum sápum. „Persónurnar eru yfirleitt bara skrifaðar út úr þáttunum og eiginlega alltaf látnar flytja til New York. Fyrst var það London en nú þykir hún ekki nógu fín." Og það er ekkert fararsnið á þýðandanum, hún er með handrit fram að jólum. „Ég held áfram svo lengi sem öllum heilsast vel."- fgg
Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist