Villtar klukkustundir á Íslandi þrátt fyrir skakkaföll 22. mars 2011 19:00 Rafmagnið fór tvívegis af hljóðkerfinu á tónleikum Hurts í Vodafone-höllinni. Fréttablaðið/Valli „Það er leiðinlegt að þetta þurfti að enda svona. Þetta hefði getað verið stöngin inn," segir Róbert Aron Magnússon, sem skipulagði tónleika bresku hljómsveitarinnar Hurts á sunnudagskvöld. Rafmagnið fór tvívegis af hljóðkerfinu með skömmu millibili á meðan á tónleikunum stóð í Vodafone-höllinni. Síðari rafmagnsleysið varð í næst seinasta lagi sveitarinnar og alls var töfin sem af þessu hlaust um tuttugu mínútur. Eftir að síðasta laginu lauk fór sveitin af sviði og kom ekki aftur til að taka uppklappslag eins og venjan er. „Þeir hefðu líklega tekið eitt uppklappslag en þeir treystu ekki á það sem var í gangi," segir Róbert Aron. „Þetta er leiðindamál en sem betur fer var þetta alveg í lokin og þeir náðu að klára sitt sett." Hljómborðsleikari Hurts, Adam Anderson, varð að vonum fúll þegar rafmagnið fór af í seinna skiptið og rauk af sviðinu. Hann kom þó aftur til að spila undir í lokalaginu. „Hann var ekki sáttur. Menn eru að koma alla þessa leið og vilja að svona verði tipp, topp," segir Róbert. Hann kann engar skýringar á því hvað fór nákvæmlega úrskeiðis en segir málið í athugun. Hann hefur bæði rætt við forsvarsmenn Vodafone-hallarinnar og fyrirtækið HljóðX sem sá um hljóðkerfið. „Þetta er eitthvað sem þarf að skoða. Við erum að hamast í því." Hljómborðsleikarinn Anderson hafði lýst því yfir í viðtali við Fréttablaðið að hljómsveitin ætlaði að kíkja á næturlífið í Reykjavík eins og hún gerði er hún komið hingað síðasta haust. Það stóðu þeir félagar við þrátt fyrir skakkaföllin. Einkapartí var haldið á skemmtistaðnum Austur þeim til heiðurs og stóð það yfir til klukkan fimm um nóttina þar sem þeir félagar skemmtu sér konunglega innan um fagurt kvenfólk. Miðað við Twitter-síðu söngvarans Theo Hutchcraft var nóttin í Reykjavík viðburðarrík. „Fjórtán villtar klukkustundir á Íslandi þar sem lögreglan kom við sögu, sprengingar, brennivín og ótrúlegar stelpur," skrifaði hann greinilega sáttur við kvöldið. Hann bætti þó við að ekki hafi allt gengið að óskum. „Sigrar og skelfing á Íslandi. Afsakið og takk fyrir. Áttum villtar og yndislegar stundir á Íslandi eins og alltaf. Einn yndislegasti staður jarðar. Ást!" freyr@frettabladid.is Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
„Það er leiðinlegt að þetta þurfti að enda svona. Þetta hefði getað verið stöngin inn," segir Róbert Aron Magnússon, sem skipulagði tónleika bresku hljómsveitarinnar Hurts á sunnudagskvöld. Rafmagnið fór tvívegis af hljóðkerfinu með skömmu millibili á meðan á tónleikunum stóð í Vodafone-höllinni. Síðari rafmagnsleysið varð í næst seinasta lagi sveitarinnar og alls var töfin sem af þessu hlaust um tuttugu mínútur. Eftir að síðasta laginu lauk fór sveitin af sviði og kom ekki aftur til að taka uppklappslag eins og venjan er. „Þeir hefðu líklega tekið eitt uppklappslag en þeir treystu ekki á það sem var í gangi," segir Róbert Aron. „Þetta er leiðindamál en sem betur fer var þetta alveg í lokin og þeir náðu að klára sitt sett." Hljómborðsleikari Hurts, Adam Anderson, varð að vonum fúll þegar rafmagnið fór af í seinna skiptið og rauk af sviðinu. Hann kom þó aftur til að spila undir í lokalaginu. „Hann var ekki sáttur. Menn eru að koma alla þessa leið og vilja að svona verði tipp, topp," segir Róbert. Hann kann engar skýringar á því hvað fór nákvæmlega úrskeiðis en segir málið í athugun. Hann hefur bæði rætt við forsvarsmenn Vodafone-hallarinnar og fyrirtækið HljóðX sem sá um hljóðkerfið. „Þetta er eitthvað sem þarf að skoða. Við erum að hamast í því." Hljómborðsleikarinn Anderson hafði lýst því yfir í viðtali við Fréttablaðið að hljómsveitin ætlaði að kíkja á næturlífið í Reykjavík eins og hún gerði er hún komið hingað síðasta haust. Það stóðu þeir félagar við þrátt fyrir skakkaföllin. Einkapartí var haldið á skemmtistaðnum Austur þeim til heiðurs og stóð það yfir til klukkan fimm um nóttina þar sem þeir félagar skemmtu sér konunglega innan um fagurt kvenfólk. Miðað við Twitter-síðu söngvarans Theo Hutchcraft var nóttin í Reykjavík viðburðarrík. „Fjórtán villtar klukkustundir á Íslandi þar sem lögreglan kom við sögu, sprengingar, brennivín og ótrúlegar stelpur," skrifaði hann greinilega sáttur við kvöldið. Hann bætti þó við að ekki hafi allt gengið að óskum. „Sigrar og skelfing á Íslandi. Afsakið og takk fyrir. Áttum villtar og yndislegar stundir á Íslandi eins og alltaf. Einn yndislegasti staður jarðar. Ást!" freyr@frettabladid.is
Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira