Átök á lokafundinum um skólasameiningar 20. apríl 2011 05:00 Umdeildar Sameiningar Foreldrar og fagfólk fjölmenntu á áhorfendapallana í Ráðhúsinu í gær og létu andstöðu sína í ljós. Fréttablaðið/VAlli „Ég skil áhyggjur foreldra en það verður að hafa í huga að aðrar þær leiðir sem hægt hefði verið að fara hefðu gengið á starfið með börnum og þjónustustig leikskólanna. Við verðum að forgangsraða í þágu allra nýju leikskólaplássanna, og það gerðum við, en til þess að ná því markmiði verður að fara í nauðsynlegar og skynsamlegar skipulagsbreytingar. “ Þetta sagði Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið í gær, en þá stóð yfir mikill og langur átakafundur í borgarstjórn þar sem umdeildar tillögur um sameiningar í skóla- og leikskólakerfi borgarinnar voru til lokaumræðu. Fundi var enn ólokið þegar blaðið fór í prentun, en fastlega má búast við að tillögurnar hafi verið samþykktar, en um þær hafa ríkt miklar deilur allt frá því að starfshópur um samrekstur og sameiningar í skólakerfinu var skipaður í nóvember. Í tillögunum sem borgarráð samþykkti í deginum áður felst meðal annars að grunnskólinn Ártúnsskóli, leikskólinn Kvarnaborg og frístundaheimilið Skólasel verða sameinuð í eina stofnun auk þess sem grunnskólarnir Korpuskóli og Víkurskóli, Borgaskóli og Engjaskóli og loks Álftamýrarskóli og Hvassaleitisskóli verða sameinaðir um áramót. Þá verður Foldaskóli að safnskóla fyrir unglingabekki úr Húsaskóla og Hamraskóla frá og með haustinu 2012. 24 leikskólar verða sameinaðir í 11 í sumar og hafinn verður undirbúningur að sameiningu frístundaheimila og grunnskóla um alla borg. Jafnframt lá fyrir borgarstjórn tillaga um að sameina menntasvið borgarinnar við leikskólasvið og tómstundahluta íþrótta- og tómstundasviðs. Minnihlutinn deildi hart á hugmyndirnar og sakaði Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, meirihlutann um að virða skoðanir starfsfólks og foreldra að vettugi. „Í stað þess að vinna með almenningi, er unnið gegn hagsmunum þeirra og viðhorfum,“ segir Hanna Birna í fréttatilkynningu. „Um leið er ein mikilvægasta og viðkvæmasta þjónusta borgarinnar – þjónustan við börnin – sett i uppnám. Meirihluti sem starfar þannig á ekkert erindi við borgarbúa eða þeirra hagsmuni.“ Oddný sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki væri að undra að tillögurnar væru umdeildar. „En reynslan sýnir okkur að umdeildar breytingar í skólamálum hafa jafnan sannað gildi sitt. Þetta hefur verið erfitt mál, en það hefði verið mun verri forgangsröðun að lengja biðlistana eða velja flatan niðurskurð, í stað þess að skoða skipulagsbreytingar.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
„Ég skil áhyggjur foreldra en það verður að hafa í huga að aðrar þær leiðir sem hægt hefði verið að fara hefðu gengið á starfið með börnum og þjónustustig leikskólanna. Við verðum að forgangsraða í þágu allra nýju leikskólaplássanna, og það gerðum við, en til þess að ná því markmiði verður að fara í nauðsynlegar og skynsamlegar skipulagsbreytingar. “ Þetta sagði Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið í gær, en þá stóð yfir mikill og langur átakafundur í borgarstjórn þar sem umdeildar tillögur um sameiningar í skóla- og leikskólakerfi borgarinnar voru til lokaumræðu. Fundi var enn ólokið þegar blaðið fór í prentun, en fastlega má búast við að tillögurnar hafi verið samþykktar, en um þær hafa ríkt miklar deilur allt frá því að starfshópur um samrekstur og sameiningar í skólakerfinu var skipaður í nóvember. Í tillögunum sem borgarráð samþykkti í deginum áður felst meðal annars að grunnskólinn Ártúnsskóli, leikskólinn Kvarnaborg og frístundaheimilið Skólasel verða sameinuð í eina stofnun auk þess sem grunnskólarnir Korpuskóli og Víkurskóli, Borgaskóli og Engjaskóli og loks Álftamýrarskóli og Hvassaleitisskóli verða sameinaðir um áramót. Þá verður Foldaskóli að safnskóla fyrir unglingabekki úr Húsaskóla og Hamraskóla frá og með haustinu 2012. 24 leikskólar verða sameinaðir í 11 í sumar og hafinn verður undirbúningur að sameiningu frístundaheimila og grunnskóla um alla borg. Jafnframt lá fyrir borgarstjórn tillaga um að sameina menntasvið borgarinnar við leikskólasvið og tómstundahluta íþrótta- og tómstundasviðs. Minnihlutinn deildi hart á hugmyndirnar og sakaði Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, meirihlutann um að virða skoðanir starfsfólks og foreldra að vettugi. „Í stað þess að vinna með almenningi, er unnið gegn hagsmunum þeirra og viðhorfum,“ segir Hanna Birna í fréttatilkynningu. „Um leið er ein mikilvægasta og viðkvæmasta þjónusta borgarinnar – þjónustan við börnin – sett i uppnám. Meirihluti sem starfar þannig á ekkert erindi við borgarbúa eða þeirra hagsmuni.“ Oddný sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki væri að undra að tillögurnar væru umdeildar. „En reynslan sýnir okkur að umdeildar breytingar í skólamálum hafa jafnan sannað gildi sitt. Þetta hefur verið erfitt mál, en það hefði verið mun verri forgangsröðun að lengja biðlistana eða velja flatan niðurskurð, í stað þess að skoða skipulagsbreytingar.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“