Fyrsta ökugerði landsins verður að öllum líkindum vígt við Reykjanesbrautina í lok sumars. Um er að ræða aðstöðu þar sem æfa má akstur við mismunandi aðstæður og nýtist bæði ökunemum og öðrum.
„Ísland er eina vestræna ríkið sem er ekki með ökugerði,“ segir Ólafur Guðmundsson, varaformaður FÍB, og getur þess að lík aðstaða skipti miklu máli varðandi umferðaröryggi.
-sg /
