Það er víst metflótti frá Íslandi Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 14. desember 2011 20:23 Undanfarna hálfa öld hafa aldrei fleiri Íslendingar - né stærra hlutfall þjóðarinnar - flutt til útlanda, umfram aðflutta, heldur en eftir hrun. Þetta sýna útreikningar fréttastofu. Forsætisráðherra fullyrti í gær að það væri stórlega ofsagt að hér væri mikill brottflutningur fólks. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sagði í viðtali á RÚV í gær að fólksflutningar í ár væru ekkert meiri en í venjulegu árferði. „Þannig að ég held að þetta sé nú stórlega ofsagt að hér sé mikill brottflutningur," bætti forsætisráðherrann svo við í gær í tilefni af umræðu sem spratt meðal annars upp af ítarlegri úttekt um landflóttann í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar. Nokkuð hefur verið togast á um hvort landflóttinn eftir hrun er mikill eða ekki. Til að kanna hvað væri hæft í málinu rýndi fréttastofa í tölur Hagstofunnar í dag. Línurit (sem sjá má í innslaginu hér fyrir ofan) sýnir sveiflurnar í straumnum frá landinu síðustu 50 árin, topparnir eru þau ár þegar flestir Íslendingar fluttu frá landinu, umfram þá sem fluttu heim. Sex tímabil skera sig úr. Til að afmarka landflóttaskeiðin miðaði fréttastofa við þau ár þegar yfir þúsund fleiri hefðu farið en komið. Eins og súlurnar sýna fluttu hátt á þriðja þúsund íslenskra ríkisborgara burt umfram aðflutta, á kreppuárunum 69-70 - og aftur 95-96. Hallinn er hins vegar mestur eftir hrun, yfir fimmþúsund og fimmhundruð. Rétt er að taka fram að hæsta súlan sýnir tæplega þriggja ára skeið, en það er líka eina tímabilið þar sem brottfluttir umfram aðflutta eru yfir 1000 manns þrjú ár í röð. Þegar skoðað er hversu mikil blóðtakan var í hlutfalli við þjóðina, því Íslendingum hefurn jú fjölgað á síðustu fimmtíu árum - má sjá að aldrei hefur hærra hlutfall þjóðarinnar yfirgefið skerið en eftir hrun - í bili, eða til langframa. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Undanfarna hálfa öld hafa aldrei fleiri Íslendingar - né stærra hlutfall þjóðarinnar - flutt til útlanda, umfram aðflutta, heldur en eftir hrun. Þetta sýna útreikningar fréttastofu. Forsætisráðherra fullyrti í gær að það væri stórlega ofsagt að hér væri mikill brottflutningur fólks. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sagði í viðtali á RÚV í gær að fólksflutningar í ár væru ekkert meiri en í venjulegu árferði. „Þannig að ég held að þetta sé nú stórlega ofsagt að hér sé mikill brottflutningur," bætti forsætisráðherrann svo við í gær í tilefni af umræðu sem spratt meðal annars upp af ítarlegri úttekt um landflóttann í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar. Nokkuð hefur verið togast á um hvort landflóttinn eftir hrun er mikill eða ekki. Til að kanna hvað væri hæft í málinu rýndi fréttastofa í tölur Hagstofunnar í dag. Línurit (sem sjá má í innslaginu hér fyrir ofan) sýnir sveiflurnar í straumnum frá landinu síðustu 50 árin, topparnir eru þau ár þegar flestir Íslendingar fluttu frá landinu, umfram þá sem fluttu heim. Sex tímabil skera sig úr. Til að afmarka landflóttaskeiðin miðaði fréttastofa við þau ár þegar yfir þúsund fleiri hefðu farið en komið. Eins og súlurnar sýna fluttu hátt á þriðja þúsund íslenskra ríkisborgara burt umfram aðflutta, á kreppuárunum 69-70 - og aftur 95-96. Hallinn er hins vegar mestur eftir hrun, yfir fimmþúsund og fimmhundruð. Rétt er að taka fram að hæsta súlan sýnir tæplega þriggja ára skeið, en það er líka eina tímabilið þar sem brottfluttir umfram aðflutta eru yfir 1000 manns þrjú ár í röð. Þegar skoðað er hversu mikil blóðtakan var í hlutfalli við þjóðina, því Íslendingum hefurn jú fjölgað á síðustu fimmtíu árum - má sjá að aldrei hefur hærra hlutfall þjóðarinnar yfirgefið skerið en eftir hrun - í bili, eða til langframa.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira