Innlent

Ólafur Ragnar og DiCaprio saman í nefnd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson og Leonardo DiCaprio sitja saman í dómnefndinni.
Ólafur Ragnar Grímsson og Leonardo DiCaprio sitja saman í dómnefndinni.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, féllst fyrir skömmu á að gegna formennsku í dómnefnd alþjóðlegu orkuverðlaunanna, Zayed Future Energy Prize, sem eru ein hin virtustu sinnar tegundar í veröldinni.

Forseti Íslands er þar í góðum félagsskap því meðal annarra dómnefndarmanna eru Mohammed Nasheed, forseti Maldíveyja, dr. Susan Hockfield, rektor MIT háskólans í Bandaríkjunum, Timothy Wirth, forseti Sameinuðu þjóða stofnunarinnar og fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, Cherie Blair lögfræðingur og fyrrverandi forsætisráðherrafrú Breta, Leonardo DiCaprio, kvikmyndaleikari og umhverfissinni, og Elizabeth Dipuo Peters, orkuráðherra Suður Afríku.

Forseti Íslands tók við formennsku í dómnefndinni af R. Pachauri Nóbelsverðlaunahafa og formanni Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×