Enski boltinn

Tottenham flaug örugglega áfram - Jermain Defoe með tvö mörk

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.

Charlton, sem situr í fimmta sæti ensku C-deildarinnar, var engin fyrirstaða fyrir Tottenham en liðin mættust á White Hart Lane í leik sem var að ljúka. Tottenham vann 3-0 sigur og er því komið áfram í næstu umferð FA-bikarsins.

Fyrri hálfleikur var markalaus en heimamenn réðu ferðinni í þeim síðari. Nítján ára vængmaður, Andros Townsend, var að spila sinn fyrsta leik fyrir aðallið Tottenham og hann braut ísinn á 49. mínútu.

Jermain Defoe, sóknarmaður Tottenham, hóf ferilinn hjá Charlton og hann gerði varnarmönnum þeirra rauðklæddu lífið leitt og skoraði næstu tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×