Skipuleggur tónleikaröð í gömlu sláturhúsi í Bergen 3. október 2011 15:00 Edda Magnúsdóttir og félagar hennar leggja gamalt sláturhús í Bergen undir nýja tónleikaröð. Edda Magnúsdóttir er einn af þremur skipuleggjendum tónleikaraðarinnar Perfect Sounds Forever sem verður haldin í fyrsta sinn 12. til 15. október í Bergen. „Þetta er búin að vera mjög mikil vinna en fólk hefur tekið mjög vel á móti þessu,“ segir Edda, sem hefur búið í Noregi í fjögur ár. „Við erum búin að sækja um mjög mikið af styrkjum og erum búin að fá mikla peninga,“ segir hún ánægð en styrkirnir nema um fjórum og hálfum milljónum íslenskra króna. Fjórtán hljómsveitir koma fram á tónleikaröðinni og aðeins ein þeirra er norsk. Ein hljómsveitin nefnist King Creosote & Jon Hopkins og var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna fyrr á árinu. Hin 25 ára Edda og tveir norskir samstarfsmenn hennar hafa öll mikla reynslu af tónleikahaldi og Edda hafði til að mynda yfirumsjón með því að bóka hljómsveitir fyrir stórt tónleikahús í Bergen. „Okkur langaði að gera eitthvað nýtt. Við erum búin að bóka mikið af útlenskum hljómsveitum en við einbeitum okkur að sjálfri tónlistinni. Það skiptir ekki máli hvort þetta eru risastórar eða pínulitlar hljómsveitir heldur þurfa þær að vera góðar.“ Tónleikaröðin fer fram í gömlu sláturhúsi í Bergen sem hefur verið breytt í tónleikastað og verða fimm hundruð miðar seldir á hvert kvöld. Perfect Sounds Forever er haldin á sama tíma og Iceland Airwaves en Edda vill ekki líkja þessum tveimur hátíðum saman, enda fer tónleikaröðin hennar fram á einum og sama staðnum. Aðspurð segir hún sína hátíð ekki vera í samkeppni við Airwaves. „Við hittum Grím [Atlason framkvæmdastjóra Airwaves] á by:Larm í febrúar og gáfum honum nokkur góð ráð yfir norskar hljómsveitir sem hann gæti bókað. Við höfum séð þær allar á dagskránni á Airwaves, sem er mjög skemmtilegt. Honum leist greinilega vel á það sem við ráðlögðum honum.“ Ein hljómsveit kemur fram á báðum hátíðunum, eða Active Child frá Bandaríkjunum, sem Edda er mjög hrifin af. Stefnt er á að halda Perfect Sounds Forever árlega héðan í frá og skipulagning er þegar hafin fyrir næsta ár. Fleiri tónleikar hafa einnig verið skipulagðir í gamla sláturhúsinu. „Þetta er allt í sláturhúsinu, sem er mjög furðulegt því tvö okkar erum grænmetisætur,“ segir hún og hlær. freyr@frettabladid.is Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Edda Magnúsdóttir er einn af þremur skipuleggjendum tónleikaraðarinnar Perfect Sounds Forever sem verður haldin í fyrsta sinn 12. til 15. október í Bergen. „Þetta er búin að vera mjög mikil vinna en fólk hefur tekið mjög vel á móti þessu,“ segir Edda, sem hefur búið í Noregi í fjögur ár. „Við erum búin að sækja um mjög mikið af styrkjum og erum búin að fá mikla peninga,“ segir hún ánægð en styrkirnir nema um fjórum og hálfum milljónum íslenskra króna. Fjórtán hljómsveitir koma fram á tónleikaröðinni og aðeins ein þeirra er norsk. Ein hljómsveitin nefnist King Creosote & Jon Hopkins og var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna fyrr á árinu. Hin 25 ára Edda og tveir norskir samstarfsmenn hennar hafa öll mikla reynslu af tónleikahaldi og Edda hafði til að mynda yfirumsjón með því að bóka hljómsveitir fyrir stórt tónleikahús í Bergen. „Okkur langaði að gera eitthvað nýtt. Við erum búin að bóka mikið af útlenskum hljómsveitum en við einbeitum okkur að sjálfri tónlistinni. Það skiptir ekki máli hvort þetta eru risastórar eða pínulitlar hljómsveitir heldur þurfa þær að vera góðar.“ Tónleikaröðin fer fram í gömlu sláturhúsi í Bergen sem hefur verið breytt í tónleikastað og verða fimm hundruð miðar seldir á hvert kvöld. Perfect Sounds Forever er haldin á sama tíma og Iceland Airwaves en Edda vill ekki líkja þessum tveimur hátíðum saman, enda fer tónleikaröðin hennar fram á einum og sama staðnum. Aðspurð segir hún sína hátíð ekki vera í samkeppni við Airwaves. „Við hittum Grím [Atlason framkvæmdastjóra Airwaves] á by:Larm í febrúar og gáfum honum nokkur góð ráð yfir norskar hljómsveitir sem hann gæti bókað. Við höfum séð þær allar á dagskránni á Airwaves, sem er mjög skemmtilegt. Honum leist greinilega vel á það sem við ráðlögðum honum.“ Ein hljómsveit kemur fram á báðum hátíðunum, eða Active Child frá Bandaríkjunum, sem Edda er mjög hrifin af. Stefnt er á að halda Perfect Sounds Forever árlega héðan í frá og skipulagning er þegar hafin fyrir næsta ár. Fleiri tónleikar hafa einnig verið skipulagðir í gamla sláturhúsinu. „Þetta er allt í sláturhúsinu, sem er mjög furðulegt því tvö okkar erum grænmetisætur,“ segir hún og hlær. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira