Skuldarahjálp alþingis gagnslaus að mati dómstóla Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 20. desember 2011 19:00 Dómstóll hefur nú tvívegis úrskurðað að lagaákvæði sem átti að hjálpa skuldurum gengislána - sé gagnslaust. Sýnir að björgunarlínan sem stjórnvöld ætluðu að kasta út til skuldara er ekki að virka, segir lögmaður Rafns Einarssonar, húsasmíða- og málarameistara, sem krafðist þess að nauðungarsala á húsi í hans eigu yrði endurupptekin. Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfunni í dag. Málið snýst um hús við Dimmuhvarf 7 við Elliðavatn sem Rafn keypti árið 2007, gerði upp og setti á sölu undir lok sama árs. Hann tók tvö gengislán út á húsið til að fjármagna framkvæmdirnar sem voru í upphafi 23 milljónir króna en fóru hæst í 72 milljónir með áföllnum kostnaði vegna vanskila. Húsið var boðið upp og selt á nauðungarsölu í maí á þessu ári, löngu eftir að ámóta lán höfðu verið dæmd ólögmæt. Alþingi setti inn bráðabirgðaákvæði í vaxtalög um síðustu áramót til að bjarga fólki sem lent hafði í gjaldþroti eða á nauðungarsölu vegna ólögmætra gengislána, Rafn krafðist endurupptöku á nauðungarsölu á grundvelli þess ákvæðis, sem hljóðaði svo: „Skuldara er jafnframt heimilt að óska eftir endurupptöku fullnustugerða hafi slíkar gerðir farið fram á grundvelli lánssamninga sem höfðu að geyma ólögmæt ákvæði um gengistryggingu." Kröfu Rafns var hafnað í dag. „Meðal annars á þeim grundvelli að lagabókstafurinn frá alþingi væri óskýr," segir Björgvin Halldór Björnsson, lögmaður Rafns. „Þannig að þessi björgunarlína sem að alþingi virðist í lok síðasta árs vera að kasta til skuldaranna, hún er ekki að virka." Hann telur lagasetninguna vanhugsaða, sem sé miður því ákvæðið sé þarft og margir lent í gjaldþroti eða á nauðungaruppboði vegna gengislána en fái ekki endurupptöku vegna þessa ákvæðis. Rafn segir þetta lagaákvæði hafa platað sig út í dýr málaferli. Hann hafi eytt miklum peningum og tíma í málaferli á grundvelli laga sem dómarar blási bara út af borðinu. Nú hafa tveir úrskurðir fallið um að lagaákvæðið sé óskýrt - og gagnist því ekki skuldurum eins og til var ætlast. Mánuður er síðan héraðsdómur hafnaði kröfu gjaldþrota konu á sömu forsendum. Rafn segir úrskurðinn í dag hafa mikil áhrif á sig og sitt starf, enda hafi hann auk þess tekið lán á heimili sitt til fjármagna framkvæmdirnar við Dimmuhvarf, sem átti að vera tímabundið þar til veðrými skapaðist við Dimmuhvarf. Það hvíli hins vegar enn á heimili hans. „Heimili mitt liggur undir bankanum." Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Dómstóll hefur nú tvívegis úrskurðað að lagaákvæði sem átti að hjálpa skuldurum gengislána - sé gagnslaust. Sýnir að björgunarlínan sem stjórnvöld ætluðu að kasta út til skuldara er ekki að virka, segir lögmaður Rafns Einarssonar, húsasmíða- og málarameistara, sem krafðist þess að nauðungarsala á húsi í hans eigu yrði endurupptekin. Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfunni í dag. Málið snýst um hús við Dimmuhvarf 7 við Elliðavatn sem Rafn keypti árið 2007, gerði upp og setti á sölu undir lok sama árs. Hann tók tvö gengislán út á húsið til að fjármagna framkvæmdirnar sem voru í upphafi 23 milljónir króna en fóru hæst í 72 milljónir með áföllnum kostnaði vegna vanskila. Húsið var boðið upp og selt á nauðungarsölu í maí á þessu ári, löngu eftir að ámóta lán höfðu verið dæmd ólögmæt. Alþingi setti inn bráðabirgðaákvæði í vaxtalög um síðustu áramót til að bjarga fólki sem lent hafði í gjaldþroti eða á nauðungarsölu vegna ólögmætra gengislána, Rafn krafðist endurupptöku á nauðungarsölu á grundvelli þess ákvæðis, sem hljóðaði svo: „Skuldara er jafnframt heimilt að óska eftir endurupptöku fullnustugerða hafi slíkar gerðir farið fram á grundvelli lánssamninga sem höfðu að geyma ólögmæt ákvæði um gengistryggingu." Kröfu Rafns var hafnað í dag. „Meðal annars á þeim grundvelli að lagabókstafurinn frá alþingi væri óskýr," segir Björgvin Halldór Björnsson, lögmaður Rafns. „Þannig að þessi björgunarlína sem að alþingi virðist í lok síðasta árs vera að kasta til skuldaranna, hún er ekki að virka." Hann telur lagasetninguna vanhugsaða, sem sé miður því ákvæðið sé þarft og margir lent í gjaldþroti eða á nauðungaruppboði vegna gengislána en fái ekki endurupptöku vegna þessa ákvæðis. Rafn segir þetta lagaákvæði hafa platað sig út í dýr málaferli. Hann hafi eytt miklum peningum og tíma í málaferli á grundvelli laga sem dómarar blási bara út af borðinu. Nú hafa tveir úrskurðir fallið um að lagaákvæðið sé óskýrt - og gagnist því ekki skuldurum eins og til var ætlast. Mánuður er síðan héraðsdómur hafnaði kröfu gjaldþrota konu á sömu forsendum. Rafn segir úrskurðinn í dag hafa mikil áhrif á sig og sitt starf, enda hafi hann auk þess tekið lán á heimili sitt til fjármagna framkvæmdirnar við Dimmuhvarf, sem átti að vera tímabundið þar til veðrými skapaðist við Dimmuhvarf. Það hvíli hins vegar enn á heimili hans. „Heimili mitt liggur undir bankanum."
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira