Enski boltinn

Óheppnasti maðurinn á Old Trafford - Hargreaves nú meiddur á öxl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Owen Hargreaves.
Owen Hargreaves. Mynd/AFP
Það tekur eitt við af öðru hjá hinum óheppna Owen Hargreaves sem mun líklega ekki spila aftur með liði Manchester United. Hargreaves meiddist nú síðast á öxl á æfingu með United í gær og verður frá vegna þeirra meiðsla næstu fjórar vikurnar.

Hargreaves hefur verið að glíma við hnémeiðsli og tognanir aftan í læri nær samfellt síðan að United keypti hann frá Bayern Munchen fyrir 17 milljónir punda í maímánuði 2007. Hann var á leiðinni til baka þegar hann meiddist á öxl efrir að hafa farið upp í skallaeinvígi á æfingu.

Hargreaves er 30 ára gamall en samningur hans rennur út í júní. Hann hefur aðeins spilað í samtals sex mínútur frá því í september 2008 en tognaði aftan í læri eftir aðeins sex mínútur þegar Alex Ferguson henti honum inn í byrjunarliðið á móti Wolves í nóvember síðastliðnum. Áður hafði Hargreaves þurft að fara í gegnum tvær aðgerðir á hné.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×