Fyrsta stigið í höfn - Stefán Logi bjargaði stiginu á Kýpur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2011 17:50 Mynd/AP Íslenska karlalandsliðið í fótbolta náði sínu fyrsta stigi í undankeppni EM þegar liðið gerði markalaust jafntefli á Kýpur í kvöld. Íslenska liðið átti undir högg að sækja stærsta hluta leiksins en fékk samt nokkur færi og hefði því getað stolið sigrinum. Stefán Logi Magnússon lék sinn fyrsta alvöru landsleik og á mikinn þátt í því að Kýpurmönnum tókst ekki að skora í leiknum. Stefán Logi varði vítaspyrnu á glæsilegan hátt á 21. mínútu og bjargaði síðan nokkrum sinnum glæsilega þegar leikmenn Kýpur komust í góð færi. Leikurinn var í beinni textalýsingu á Vísi og má finna hana hér fyrir neðan.Leik lokið: „Það eru mörg ár síðan að við héldum síðast hreinu í alvöru landsleik á útivelli eða síðan í Norður-Írlands leiknum fyrir tæpum fimm árum síðan. Stefán Logi var vissulega maður leiksins. Seinni hálfleikurinn var mjög góður og mér fannst skiptingarnar sem Óli Jóh gerði í þessum leik vera mjög góðar. Þær skiluðu sínu," sagði Hjörvar Hafliðason, annar spekingur Stöðvar 2 Sport. Leik lokið: „Við getum ekki sagt að við séum sáttir því auðvitað vilja menn vinna svona leik. Miðað við hvernig leikurinn þróaðist og hversu mikið Kýpurmenn voru með boltann þá verðum við að segjast vera sáttir. Við fengum nokkur færi til þess að skora og hefðum mátt gera betur í nokkrum upphlaupum. Þeir fengu mikið betri færi en við og maður leiksins var Stefán Logi. Við verðum að vera sáttir við þetta stig á útivelli og þurfum að byggja ofan á það," sagði Magnús Gylfason spekingur Stöðvar 2 Sport í samtali við Guðjón Guðmundsson. Leik lokið: Fyrsta stigið er í höfn og það er kannski fyrir öllu þó að frammistaðan hefði mátt vera betri. Íslenska liðið hafði heppnina með sér og Stefán Logi var vel vakandi í markinu.90. mín: Gylfi Þór Sigurðsson er tekinn af velli og Birkir Bjarnason kemur í hans stað. Það verða spilaðar fimm mínútur af uppbótartíma.89. mín: Gylfi Þór Sigurðsson á skot sem markvörður Kýpur nær að verja en enn á ný var Alfreð Finnbogason allt í öllu í undirbúningnum. Alfreð hefur lífgað mikið upp á sóknarleik íslenska liðsins eftir að hann kom inn á sem varamaður.86. mín: Heiðar Helguson fær dauðafæri eftir skyndisókn og laglegan undirbúning Alfreðs Finnbogasonar en skot hans af vítateigslínunni er lélegt og fer langt yfir markið.85. mín: Kýpur er aftur búið að ná upp pressu á íslenska liðið og það stefnir í erfiðar lokamínútur fyrir íslensku vörnina.80. mín: Stefán Logi er í aðalhlutverki þess stundina því nú var hann næstum því búinn að gera skelfileg mistök en sóknarmaður Kýpur tókst ekki að nýta sér það þegar Stefán missti til hans boltann.78. mín: Stefán Logi Magnússon kemur íslenska liðinu enn á ný til bjargar þegar hann ver þrumuskot Constantinos Makridis í stöngina og út. Kýpurmenn voru nálægt því að komast í frákastið en Indriði Sigurðsson kom boltanum frá.76. mín: Heiðar Helguson komst í skotfæri utarlega í teignum en varnarmenn Kýpurs komust fyrir skotið og náðu síðan að koma boltanum í burtu. Skömmu áður hafði Alfreð Finnbogason verið við það að sleppa í færi í teignum eftir samspil við Gylfa Þór.72. mín: Eggert Gunnþór Jónsson fær spjald fyrir brot og verður því í banni í næsta leik íslenska liðsins í undankeppninni.70. mín: Íslenska liðið hefur verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og er búið að vera mikið með boltann síðustu mínúturnar í leiknum. Það vantar samt herslumuninn að skapa sér einhver færi en Ólafur er búinn að færa liðið framar á völlinn.63. mín: Alfreð Finnbogason kemur inn á fyrir Rúrik Gíslason. Gylfi Þór Sigurðsson fer út á kantinn og Alfreð fer í stöðu hans fyrir aftan Heiðar Helguson.59. mín: Ólafur Jóhannesson gerir fyrstu breytinguna á sínu liði. Arnór Smárason sem inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson.57. mín: Íslenska liðið nær hörku sókn og er nokkrum sinnum nálægt því að skömmu kafla að spila sig í gegnum vörn Kýpurmanna en heimamönnum tekst að bjarga ítrekað á síðustu stundu.53. mín: Stefán Logi er ekki sannfærandi þegar hann fer út í fyrirgjöf en nær að slá boltann aftur fyrir í horn. Íslenska vörnin kemur síðan boltanum frá eftir hornið.51. mín: Kýpur nær hraðri sókn en íslensku vörninni tekst að hægja á þeim og á endanum á Dimitris Christofi skot hátt yfir markið.48. mín: Kristján Örn Sigurðsson brýtur harkalega af sér og fær lokaaðvörun frá slóvenska dómaranum en hann fékk gula spjaldið í fyrri hálfleik.46. mín: Seinni hálfleikurinn er hafinn og Ólafur Jóhannesson hefur ekki gert neina breytingu á íslenska liðinu í hálfleiknum.Hálfleikur: „Við erum heppnir að það sé ennþá jafnt því Stefán Logi bjargaði okkur glæsilega á 20.mínútu. Við höfum samt skapað okkur algjört dauðafæri þar sem Birkir átti að gefa boltann á Gylfa og við gætum því verið yfir," sagði Hjörvar Hafliðason, annar spekingur Stöðvar 2. „Við áttum rosalega undir högg að sækja í fyrri hálfleiknum enda eru þeir búnir að vera með boltann 75 prósent af leiknum," sagði Magnús Gylfason hinn spekingur Stöðvar 2 í samtali við Guðjón Guðmundsson. Hálfleikur: Staðan er enn markalaus þegar liðin ganga til hálfleiks en heimamenn gætu alveg verið búnir að skora nokkur mörk en hættulegasta færið kom þó á 21. mínútu þegar Stefán Logi Magnússon varði vítaspyrnu á stórglæsilegan hátt. Stefán Logi hefur varið tvisvar á meistaralegan hátt og bjargað því að íslenska liðið er ekki komið undir í leiknum. Birkir Már Sævarsson hefur fengið hættulegstu færin hjá íslenska liðinu en frammistaða liðsins í fyrri hálfleik hefur ekki verið góð.45. mín: Kýpurmenn voru enn á ný óheppnir að skora ekki fyrsta markið í leiknum en Stefán Logi Magnússon varði glæsilega frá Andreas Avraam af stuttu færi. Íslenska liðið hafði líka heppnina með sér að fá ekki á sig annað víti strax í kjölfarið á þessu dauðafæri.42. mín: Heiðar Helguson vinnur aukaspyrnu á góðum stað fyrir framan teiginn hægra megin en Jóhann Berg Guðmundsson á mjög misheppnað skot langt yfir.34. mín: Birkir Már Sævarsson fær algjört dauðafæri eftir frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Rúrik Gíslasyni en markvörðurinn beið bara eftir skotinu þegar hann ætlaði að vippa yfir hann. Íslenska liðið er að komast betur inn í leikinn á síðustu mínútum.29. mín: Jóhann Berg Guðmundsson vann aukaspynu eftir laglegan sprett út á kanti en íslenska liðið náði ekki að nýta sér aukaspyrnuna sem fór yfir alla pakkann. Íslenska liðinu gengur illa að komast í boltann og hefur ekki náð að skapa hættu í sínum föstu leikatriðum. Kýpur hefur verið með boltann 79 prósent af leiknum.21. mín: Kristján Örn Sigurðsson fellir Andreas Avraam og slóvenski dómarinn Darko Ceferin dæmir víti. Stefán Logi Magnússon ver hinsvegar vítið á glæsilegan hátt frá fyrirliðanum Michail Chrysostomos. Íslenska liðið slapp hér með skrekkinn. Kristján Örn fékk gult spjald fyrir brotið.19. mín: Kýpur fær aukaspyrnu hægra megin við vítateiginn en íslensku strákunum tókst að hreinsa boltann frá.15. mín: Íslenska liðið fær sína fyrstu hornspyrnu í leiknum en Kristján Örn Sigurðsson er brotlegur inn í teig og ekkert varð því úr þessari hornspyrnu.10. mín: Leikmenn Kýpur hafa pressað íslenska liðið síðustu mínúturnar og eru búnir að ná öllum tökum á þessum leik.8. mín: Kýpur nær fyrsta skotinu í leiknum þegar Dimitris Christofi stakk af Kristján Örn Sigurðsson eftir langa sendingu fram völlinn en skot hans fór framhjá.5. mín: Íslenska liðið liggur aftarlega á vellinum og Kýpverjar eru meira með boltann í upphafi leiks.2. mín: Íslenska liðið átti flott upphlaup strax eftir 20 sekúndna leik en Rúrik Gíslason átti misheppnaða fyrirgjöf og ekkert varð úr sókninni.1. mín: Leikurinn er hafinn og íslenska liðið byrjaði með boltann.Fyrir leik: Það eru ekki margir sem mæta á leikinn í dag og völlurinn er hálftómur í upphafi leiks. Fyrir leik: Fimm leikmenn íslenska liðsins eru gjaldgengir í 21 árs landsliðið. Það eru þeir Aron Einar Gunnarsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Rúrik Gíslason, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson.Fyrir leik: Kýpverjar leika án sóknarmannanna Michalis Konstantinou og Ioannis Okkas sem hafa skorað 3 af 5 mörkum liðsins í undankeppninni.Fyrir leik: Þjóðirnar hafa mæst þrisvar sinnum áður hjá A landsliðum karla og hefur alltaf verið um vináttulandsleiki að ræða. Ísland hefur einu sinni farið með sigur af hólmi en tvisvar hafa þjóðirnar gert jafntefli.Fyrir leik: Stefán Logi Magnússon spilar sinn fyrsta alvöru landsleik fyrir Ísland í kvöld en allir fjórir landsleikir hans fyrir þennan leik voru vináttulandsleikir. Byrjunarlið Íslands á móti Kýpur:Markvörður: Stefán Logi MagnússonHægri bakvörður: Birkir Már SævarssonMiðvörður: Kristján Örn SigurðssonMiðvörður: Hermann Hreiðarsson, fyrirliðiVinstri bakvörður: Indriði SigurðssonTengiliður: Aron Einar GunnarssonTengiliður: Eggert Gunnþór JónssonHægri kantur: Rúrik Gíslason (út á 63. mínútu)Sóknartengiliður: Gylfi Þór Sigurðsson (út á 90. mínútu)Vinstri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson (út á 59. mínútu)Framherji: Heiðar Helguson- Varmannabekkur - Haraldur Björnsson Helgi Valur Daníelsson Ólafur Ingi SkúlasonAlfreð Finnbogason (inn á 63. mínútu) Bjarni Ólafur EiríkssonBirkir Bjarnason (inn á 90. mínútu)Arnór Smárason (inn á 59. mínútu) Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta náði sínu fyrsta stigi í undankeppni EM þegar liðið gerði markalaust jafntefli á Kýpur í kvöld. Íslenska liðið átti undir högg að sækja stærsta hluta leiksins en fékk samt nokkur færi og hefði því getað stolið sigrinum. Stefán Logi Magnússon lék sinn fyrsta alvöru landsleik og á mikinn þátt í því að Kýpurmönnum tókst ekki að skora í leiknum. Stefán Logi varði vítaspyrnu á glæsilegan hátt á 21. mínútu og bjargaði síðan nokkrum sinnum glæsilega þegar leikmenn Kýpur komust í góð færi. Leikurinn var í beinni textalýsingu á Vísi og má finna hana hér fyrir neðan.Leik lokið: „Það eru mörg ár síðan að við héldum síðast hreinu í alvöru landsleik á útivelli eða síðan í Norður-Írlands leiknum fyrir tæpum fimm árum síðan. Stefán Logi var vissulega maður leiksins. Seinni hálfleikurinn var mjög góður og mér fannst skiptingarnar sem Óli Jóh gerði í þessum leik vera mjög góðar. Þær skiluðu sínu," sagði Hjörvar Hafliðason, annar spekingur Stöðvar 2 Sport. Leik lokið: „Við getum ekki sagt að við séum sáttir því auðvitað vilja menn vinna svona leik. Miðað við hvernig leikurinn þróaðist og hversu mikið Kýpurmenn voru með boltann þá verðum við að segjast vera sáttir. Við fengum nokkur færi til þess að skora og hefðum mátt gera betur í nokkrum upphlaupum. Þeir fengu mikið betri færi en við og maður leiksins var Stefán Logi. Við verðum að vera sáttir við þetta stig á útivelli og þurfum að byggja ofan á það," sagði Magnús Gylfason spekingur Stöðvar 2 Sport í samtali við Guðjón Guðmundsson. Leik lokið: Fyrsta stigið er í höfn og það er kannski fyrir öllu þó að frammistaðan hefði mátt vera betri. Íslenska liðið hafði heppnina með sér og Stefán Logi var vel vakandi í markinu.90. mín: Gylfi Þór Sigurðsson er tekinn af velli og Birkir Bjarnason kemur í hans stað. Það verða spilaðar fimm mínútur af uppbótartíma.89. mín: Gylfi Þór Sigurðsson á skot sem markvörður Kýpur nær að verja en enn á ný var Alfreð Finnbogason allt í öllu í undirbúningnum. Alfreð hefur lífgað mikið upp á sóknarleik íslenska liðsins eftir að hann kom inn á sem varamaður.86. mín: Heiðar Helguson fær dauðafæri eftir skyndisókn og laglegan undirbúning Alfreðs Finnbogasonar en skot hans af vítateigslínunni er lélegt og fer langt yfir markið.85. mín: Kýpur er aftur búið að ná upp pressu á íslenska liðið og það stefnir í erfiðar lokamínútur fyrir íslensku vörnina.80. mín: Stefán Logi er í aðalhlutverki þess stundina því nú var hann næstum því búinn að gera skelfileg mistök en sóknarmaður Kýpur tókst ekki að nýta sér það þegar Stefán missti til hans boltann.78. mín: Stefán Logi Magnússon kemur íslenska liðinu enn á ný til bjargar þegar hann ver þrumuskot Constantinos Makridis í stöngina og út. Kýpurmenn voru nálægt því að komast í frákastið en Indriði Sigurðsson kom boltanum frá.76. mín: Heiðar Helguson komst í skotfæri utarlega í teignum en varnarmenn Kýpurs komust fyrir skotið og náðu síðan að koma boltanum í burtu. Skömmu áður hafði Alfreð Finnbogason verið við það að sleppa í færi í teignum eftir samspil við Gylfa Þór.72. mín: Eggert Gunnþór Jónsson fær spjald fyrir brot og verður því í banni í næsta leik íslenska liðsins í undankeppninni.70. mín: Íslenska liðið hefur verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og er búið að vera mikið með boltann síðustu mínúturnar í leiknum. Það vantar samt herslumuninn að skapa sér einhver færi en Ólafur er búinn að færa liðið framar á völlinn.63. mín: Alfreð Finnbogason kemur inn á fyrir Rúrik Gíslason. Gylfi Þór Sigurðsson fer út á kantinn og Alfreð fer í stöðu hans fyrir aftan Heiðar Helguson.59. mín: Ólafur Jóhannesson gerir fyrstu breytinguna á sínu liði. Arnór Smárason sem inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson.57. mín: Íslenska liðið nær hörku sókn og er nokkrum sinnum nálægt því að skömmu kafla að spila sig í gegnum vörn Kýpurmanna en heimamönnum tekst að bjarga ítrekað á síðustu stundu.53. mín: Stefán Logi er ekki sannfærandi þegar hann fer út í fyrirgjöf en nær að slá boltann aftur fyrir í horn. Íslenska vörnin kemur síðan boltanum frá eftir hornið.51. mín: Kýpur nær hraðri sókn en íslensku vörninni tekst að hægja á þeim og á endanum á Dimitris Christofi skot hátt yfir markið.48. mín: Kristján Örn Sigurðsson brýtur harkalega af sér og fær lokaaðvörun frá slóvenska dómaranum en hann fékk gula spjaldið í fyrri hálfleik.46. mín: Seinni hálfleikurinn er hafinn og Ólafur Jóhannesson hefur ekki gert neina breytingu á íslenska liðinu í hálfleiknum.Hálfleikur: „Við erum heppnir að það sé ennþá jafnt því Stefán Logi bjargaði okkur glæsilega á 20.mínútu. Við höfum samt skapað okkur algjört dauðafæri þar sem Birkir átti að gefa boltann á Gylfa og við gætum því verið yfir," sagði Hjörvar Hafliðason, annar spekingur Stöðvar 2. „Við áttum rosalega undir högg að sækja í fyrri hálfleiknum enda eru þeir búnir að vera með boltann 75 prósent af leiknum," sagði Magnús Gylfason hinn spekingur Stöðvar 2 í samtali við Guðjón Guðmundsson. Hálfleikur: Staðan er enn markalaus þegar liðin ganga til hálfleiks en heimamenn gætu alveg verið búnir að skora nokkur mörk en hættulegasta færið kom þó á 21. mínútu þegar Stefán Logi Magnússon varði vítaspyrnu á stórglæsilegan hátt. Stefán Logi hefur varið tvisvar á meistaralegan hátt og bjargað því að íslenska liðið er ekki komið undir í leiknum. Birkir Már Sævarsson hefur fengið hættulegstu færin hjá íslenska liðinu en frammistaða liðsins í fyrri hálfleik hefur ekki verið góð.45. mín: Kýpurmenn voru enn á ný óheppnir að skora ekki fyrsta markið í leiknum en Stefán Logi Magnússon varði glæsilega frá Andreas Avraam af stuttu færi. Íslenska liðið hafði líka heppnina með sér að fá ekki á sig annað víti strax í kjölfarið á þessu dauðafæri.42. mín: Heiðar Helguson vinnur aukaspyrnu á góðum stað fyrir framan teiginn hægra megin en Jóhann Berg Guðmundsson á mjög misheppnað skot langt yfir.34. mín: Birkir Már Sævarsson fær algjört dauðafæri eftir frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Rúrik Gíslasyni en markvörðurinn beið bara eftir skotinu þegar hann ætlaði að vippa yfir hann. Íslenska liðið er að komast betur inn í leikinn á síðustu mínútum.29. mín: Jóhann Berg Guðmundsson vann aukaspynu eftir laglegan sprett út á kanti en íslenska liðið náði ekki að nýta sér aukaspyrnuna sem fór yfir alla pakkann. Íslenska liðinu gengur illa að komast í boltann og hefur ekki náð að skapa hættu í sínum föstu leikatriðum. Kýpur hefur verið með boltann 79 prósent af leiknum.21. mín: Kristján Örn Sigurðsson fellir Andreas Avraam og slóvenski dómarinn Darko Ceferin dæmir víti. Stefán Logi Magnússon ver hinsvegar vítið á glæsilegan hátt frá fyrirliðanum Michail Chrysostomos. Íslenska liðið slapp hér með skrekkinn. Kristján Örn fékk gult spjald fyrir brotið.19. mín: Kýpur fær aukaspyrnu hægra megin við vítateiginn en íslensku strákunum tókst að hreinsa boltann frá.15. mín: Íslenska liðið fær sína fyrstu hornspyrnu í leiknum en Kristján Örn Sigurðsson er brotlegur inn í teig og ekkert varð því úr þessari hornspyrnu.10. mín: Leikmenn Kýpur hafa pressað íslenska liðið síðustu mínúturnar og eru búnir að ná öllum tökum á þessum leik.8. mín: Kýpur nær fyrsta skotinu í leiknum þegar Dimitris Christofi stakk af Kristján Örn Sigurðsson eftir langa sendingu fram völlinn en skot hans fór framhjá.5. mín: Íslenska liðið liggur aftarlega á vellinum og Kýpverjar eru meira með boltann í upphafi leiks.2. mín: Íslenska liðið átti flott upphlaup strax eftir 20 sekúndna leik en Rúrik Gíslason átti misheppnaða fyrirgjöf og ekkert varð úr sókninni.1. mín: Leikurinn er hafinn og íslenska liðið byrjaði með boltann.Fyrir leik: Það eru ekki margir sem mæta á leikinn í dag og völlurinn er hálftómur í upphafi leiks. Fyrir leik: Fimm leikmenn íslenska liðsins eru gjaldgengir í 21 árs landsliðið. Það eru þeir Aron Einar Gunnarsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Rúrik Gíslason, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson.Fyrir leik: Kýpverjar leika án sóknarmannanna Michalis Konstantinou og Ioannis Okkas sem hafa skorað 3 af 5 mörkum liðsins í undankeppninni.Fyrir leik: Þjóðirnar hafa mæst þrisvar sinnum áður hjá A landsliðum karla og hefur alltaf verið um vináttulandsleiki að ræða. Ísland hefur einu sinni farið með sigur af hólmi en tvisvar hafa þjóðirnar gert jafntefli.Fyrir leik: Stefán Logi Magnússon spilar sinn fyrsta alvöru landsleik fyrir Ísland í kvöld en allir fjórir landsleikir hans fyrir þennan leik voru vináttulandsleikir. Byrjunarlið Íslands á móti Kýpur:Markvörður: Stefán Logi MagnússonHægri bakvörður: Birkir Már SævarssonMiðvörður: Kristján Örn SigurðssonMiðvörður: Hermann Hreiðarsson, fyrirliðiVinstri bakvörður: Indriði SigurðssonTengiliður: Aron Einar GunnarssonTengiliður: Eggert Gunnþór JónssonHægri kantur: Rúrik Gíslason (út á 63. mínútu)Sóknartengiliður: Gylfi Þór Sigurðsson (út á 90. mínútu)Vinstri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson (út á 59. mínútu)Framherji: Heiðar Helguson- Varmannabekkur - Haraldur Björnsson Helgi Valur Daníelsson Ólafur Ingi SkúlasonAlfreð Finnbogason (inn á 63. mínútu) Bjarni Ólafur EiríkssonBirkir Bjarnason (inn á 90. mínútu)Arnór Smárason (inn á 59. mínútu)
Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Sjá meira