Bandaríska sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian, 30 ára, sótti nýja bílinn sinn, hvítan Ferrari 458 Italia, umkringd upptökuvélum. Hún hefur keyrt um á bílum eins og Range Rover og Bentley.
Væntanlega verður fjallað ítarlega um nýja kaggann hennar í raunveruleikaþáttunum vinsælu sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni E! þar sem áhorfendur fylgjast með öllu sem Kim og fjölskylda taka sér fyrir hendur.
Þá má einnig sjá Kim fylgjast með sjónvarpsþættinum Dancing with the Stars og á röltinu í New York við tökur á þættinum Kourtney and Kim Take New York í myndasafni.

