Villtar klukkustundir á Íslandi þrátt fyrir skakkaföll 22. mars 2011 19:00 Rafmagnið fór tvívegis af hljóðkerfinu á tónleikum Hurts í Vodafone-höllinni. Fréttablaðið/Valli „Það er leiðinlegt að þetta þurfti að enda svona. Þetta hefði getað verið stöngin inn," segir Róbert Aron Magnússon, sem skipulagði tónleika bresku hljómsveitarinnar Hurts á sunnudagskvöld. Rafmagnið fór tvívegis af hljóðkerfinu með skömmu millibili á meðan á tónleikunum stóð í Vodafone-höllinni. Síðari rafmagnsleysið varð í næst seinasta lagi sveitarinnar og alls var töfin sem af þessu hlaust um tuttugu mínútur. Eftir að síðasta laginu lauk fór sveitin af sviði og kom ekki aftur til að taka uppklappslag eins og venjan er. „Þeir hefðu líklega tekið eitt uppklappslag en þeir treystu ekki á það sem var í gangi," segir Róbert Aron. „Þetta er leiðindamál en sem betur fer var þetta alveg í lokin og þeir náðu að klára sitt sett." Hljómborðsleikari Hurts, Adam Anderson, varð að vonum fúll þegar rafmagnið fór af í seinna skiptið og rauk af sviðinu. Hann kom þó aftur til að spila undir í lokalaginu. „Hann var ekki sáttur. Menn eru að koma alla þessa leið og vilja að svona verði tipp, topp," segir Róbert. Hann kann engar skýringar á því hvað fór nákvæmlega úrskeiðis en segir málið í athugun. Hann hefur bæði rætt við forsvarsmenn Vodafone-hallarinnar og fyrirtækið HljóðX sem sá um hljóðkerfið. „Þetta er eitthvað sem þarf að skoða. Við erum að hamast í því." Hljómborðsleikarinn Anderson hafði lýst því yfir í viðtali við Fréttablaðið að hljómsveitin ætlaði að kíkja á næturlífið í Reykjavík eins og hún gerði er hún komið hingað síðasta haust. Það stóðu þeir félagar við þrátt fyrir skakkaföllin. Einkapartí var haldið á skemmtistaðnum Austur þeim til heiðurs og stóð það yfir til klukkan fimm um nóttina þar sem þeir félagar skemmtu sér konunglega innan um fagurt kvenfólk. Miðað við Twitter-síðu söngvarans Theo Hutchcraft var nóttin í Reykjavík viðburðarrík. „Fjórtán villtar klukkustundir á Íslandi þar sem lögreglan kom við sögu, sprengingar, brennivín og ótrúlegar stelpur," skrifaði hann greinilega sáttur við kvöldið. Hann bætti þó við að ekki hafi allt gengið að óskum. „Sigrar og skelfing á Íslandi. Afsakið og takk fyrir. Áttum villtar og yndislegar stundir á Íslandi eins og alltaf. Einn yndislegasti staður jarðar. Ást!" freyr@frettabladid.is Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira
„Það er leiðinlegt að þetta þurfti að enda svona. Þetta hefði getað verið stöngin inn," segir Róbert Aron Magnússon, sem skipulagði tónleika bresku hljómsveitarinnar Hurts á sunnudagskvöld. Rafmagnið fór tvívegis af hljóðkerfinu með skömmu millibili á meðan á tónleikunum stóð í Vodafone-höllinni. Síðari rafmagnsleysið varð í næst seinasta lagi sveitarinnar og alls var töfin sem af þessu hlaust um tuttugu mínútur. Eftir að síðasta laginu lauk fór sveitin af sviði og kom ekki aftur til að taka uppklappslag eins og venjan er. „Þeir hefðu líklega tekið eitt uppklappslag en þeir treystu ekki á það sem var í gangi," segir Róbert Aron. „Þetta er leiðindamál en sem betur fer var þetta alveg í lokin og þeir náðu að klára sitt sett." Hljómborðsleikari Hurts, Adam Anderson, varð að vonum fúll þegar rafmagnið fór af í seinna skiptið og rauk af sviðinu. Hann kom þó aftur til að spila undir í lokalaginu. „Hann var ekki sáttur. Menn eru að koma alla þessa leið og vilja að svona verði tipp, topp," segir Róbert. Hann kann engar skýringar á því hvað fór nákvæmlega úrskeiðis en segir málið í athugun. Hann hefur bæði rætt við forsvarsmenn Vodafone-hallarinnar og fyrirtækið HljóðX sem sá um hljóðkerfið. „Þetta er eitthvað sem þarf að skoða. Við erum að hamast í því." Hljómborðsleikarinn Anderson hafði lýst því yfir í viðtali við Fréttablaðið að hljómsveitin ætlaði að kíkja á næturlífið í Reykjavík eins og hún gerði er hún komið hingað síðasta haust. Það stóðu þeir félagar við þrátt fyrir skakkaföllin. Einkapartí var haldið á skemmtistaðnum Austur þeim til heiðurs og stóð það yfir til klukkan fimm um nóttina þar sem þeir félagar skemmtu sér konunglega innan um fagurt kvenfólk. Miðað við Twitter-síðu söngvarans Theo Hutchcraft var nóttin í Reykjavík viðburðarrík. „Fjórtán villtar klukkustundir á Íslandi þar sem lögreglan kom við sögu, sprengingar, brennivín og ótrúlegar stelpur," skrifaði hann greinilega sáttur við kvöldið. Hann bætti þó við að ekki hafi allt gengið að óskum. „Sigrar og skelfing á Íslandi. Afsakið og takk fyrir. Áttum villtar og yndislegar stundir á Íslandi eins og alltaf. Einn yndislegasti staður jarðar. Ást!" freyr@frettabladid.is
Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira