Fótbolti

Mohamed bin Hammam skorar á Sepp Blatter í sjónvarpskappræður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed bin Hammam er á fullu í kosningarbaráttunni.
Mohamed bin Hammam er á fullu í kosningarbaráttunni. Mynd/AP
Mohamed bin Hammam, formaður asíska knattspyrnusambandsins og mótframbjóðandi Sepp Blatter um forsetastólinn í FIFA, er kominn á fullt í kosningarbaráttu sinni. Hann er að reyna að sannfæra Evrópuþjóðirnar um að styðja sig og er jafnframt búinn að skora á Sepp Blatter í sjónvarpskappræður.

Mohamed bin Hammam er frá Katar en það hefur líka verið orðrómur um það að hann geri einhverskonar samkomulag við Michel Platini, forseta UEFA, sem hefur mikinn áhuga á því að bjóða sig fram til forseta FIFA eftir fjögur ár.

„Árin 1998 og 2002 var Herra Blatter nýr og ferskur. Hann var mjög virkur og skilaði miklu til fótboltans. Nú hafa hlutirnir breyst. Blatter er búinn að vera við völd í þrettán ár og hjá FIFA í alls 35 ár," sagði Mohamed bin Hammam sem studdi Blatter fjárhagslega þegar Blatter bauð sig fram 1998 og 2002.

„Ég er 61 árs gamall og hef sagt við alla að ég hafi eitthvað fram að færa. Ef ég fæ ekki tækifærið núna hvenær þá. Herra Platini er kannski á móti mér af því að hann ætlar sér að verða forseti 2015 en ég ætla mér að verða forseti árið 2011. Ef við fáum ekki tækifæri í dag hvenær munum við þá fá tækifærið," sagði Mohamed bin Hammam.

Mohamed bin Hammam vill gera starf FIFA opnara og sýnilegra og ætlar sér að laga orðspor sambandsins sem hefur þolað ásakanir um spillingu og mútumál.

„Ef ég verð forseti þá ætla ég að leyfa félögunum að tjá sig meira og skiptast á skoðunum við sambandslöndin. Við erum öll í fótboltafjölskyldunni og eigum að hjálpa hverju öðru," sagði en kosningarnr fara síðan fram á FIFA-þinginu sem hefst 31. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×