Fótbolti

Sepp Blatter lofar að hætta 2015 - ef hann verður kosinn núna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA.
Sepp Blatter, forseti FIFA. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sepp Blatter, forseti FIFA, segist muni hætta sem forseti FIFA eftir fjögur ár verði hann endurkjörinn forseti FIFA á FIFA-þinginu sem hefst 31. maí næstkomandi.

Blatter hefur verið forseti FIFA frá og með árinu 1998 en þetta yrði þá fjórða kjörtímabil hans. Mohamed Bin Hammam, forseti asíska knattspyrnusambandsins, bíður sig nú fram gegn honum en það er vitað af áhuga Michel Platini, núverandi forseta UEFA, að verða forseti FIFA eftir fjögur ár.

„Ég er í framboði til forset FIFA næstu fjögur árin en þetta verða fjögur síðustu árin mín sem forseti FIFA," sagði Sepp Blatter þegar hann hélt ræðu á UEFA-þinginu.

Sepp Blatter er orðinn 75 ára gamall en hann hefur starfað hjá FIFA i 35 ár og mörgum finnst kominn tími á að fá nýtt blóð inn í forystuna ekki síst vegna tíðra spillinga- og mútumál á síðustu misserum.

Rekstur sambandsins hefur þó aldrei gengið betur og FIFA er að hala inn gríðarlega miklum tekjum á hverju ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×