Enski boltinn

Torres byrjar gegn Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur staðfest að Fernando Torres verði í byrjunarliði félagsins er það mætir Man. City um helgina.

Torres var á bekknum gegn FCK í Meistaradeildinni í gær en honum hefur ekki enn tekist að skora fyrir Chelsea síðan hann var keyptur á metfé til félagsins.

"Leikmennirnir sem byrjuðu ekki í gær verða með frá byrjun á sunnudag," sagði Ancelotti og átti þar við Torres, Michael Essien og Florent Malouda.

"Ég vildi halda þeim ferskum fyrir helgina. Ef við ætlum okkur að ná einhverjum árangri verðum við að halda sem flestum leikmönnum í leikformi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×