Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2011 20:34 Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. Sandnessjøen og Brønnøysund eru bæir sem nú þjónusta ný vinnslusvæði í Noregshafi eins og Luva, Skarv og Norne. Þarna eru aðstæður einna líkastar því sem ætla má að verði hér á landi, ef vinnsla hefst á Drekasvæðinu. Þetta eru fimm til sex þúsund manna bæir, álíka norðarlega og Vopnafjörður, og vinnslusvæðin álíka langt útí hafi. Sandnessjøen byrjaði sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit, þar sem gamla höfnin var nýtt, og hafa fylgt því um 50 ársverk síðustu tíu ár. Nú í haust er vinnsla að hefjast, eitt gasvinnsluskip á Skarven-svæðinu kallar eitt og sér á tvöhundruð ný störf í landi, og í Sandnessjøen byggist nú upp nýtt iðnaðar- og hafnarsvæði. Petro Arctic eru samtök fyrirtækja og sveitarfélaga sem vinna að því að tryggja að uppbygging verði í Norður-Noregi vegna olíuiðnaðarins. Talsmaður þeirra á Hálogalandi, Eirik Hansen, segir að nú sé mikið fjárfest og uppbygging á nýjum vinnslusvæðum, og nú fari þetta að skila árangri. Rétt eins og á Íslandi eru þetta samfélög sem lengi hafa búið við fólksflótta til þéttbýlisisins fyrir sunnan, til borga eins og Óslóar, Stafangurs og Þrándheims, en oddviti sveitarfélagsins Alstahaug, Bård Anders Langø, segir að nú hafi það snúist við. ,,Hjá okkur eru jákvæðir búferlaflutningar. Unga fólkið kemur til baka, það bjóðast störf fyrir hæft fólk. Fólk á mínum aldri flytur hingað aftur og tekur fjölskylduna með. Það kaupir hús og fær sér vinnu sem hæfir þeirri menntun sem það hefur aflað sér;" segir oddvitinn. Fasteignaverð hefur rokið upp og tvöfaldast á fimm árum. ,,Það ríkir bjartsýni og eftirvænting um framtíðina," segir Eirik Hansen hjá Petro Arctic. Það eru sennilega einhver ár í það að við fáum því svarað hvort olíupeningar eigi eftir að flæða inn í íslenskar byggðir. Fyrstu vísbendingar gætum við þó fengið strax í apríl í vor þegar við sjáum hvort einhver olíufélög bjóði í Drekasvæðið. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. Sandnessjøen og Brønnøysund eru bæir sem nú þjónusta ný vinnslusvæði í Noregshafi eins og Luva, Skarv og Norne. Þarna eru aðstæður einna líkastar því sem ætla má að verði hér á landi, ef vinnsla hefst á Drekasvæðinu. Þetta eru fimm til sex þúsund manna bæir, álíka norðarlega og Vopnafjörður, og vinnslusvæðin álíka langt útí hafi. Sandnessjøen byrjaði sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit, þar sem gamla höfnin var nýtt, og hafa fylgt því um 50 ársverk síðustu tíu ár. Nú í haust er vinnsla að hefjast, eitt gasvinnsluskip á Skarven-svæðinu kallar eitt og sér á tvöhundruð ný störf í landi, og í Sandnessjøen byggist nú upp nýtt iðnaðar- og hafnarsvæði. Petro Arctic eru samtök fyrirtækja og sveitarfélaga sem vinna að því að tryggja að uppbygging verði í Norður-Noregi vegna olíuiðnaðarins. Talsmaður þeirra á Hálogalandi, Eirik Hansen, segir að nú sé mikið fjárfest og uppbygging á nýjum vinnslusvæðum, og nú fari þetta að skila árangri. Rétt eins og á Íslandi eru þetta samfélög sem lengi hafa búið við fólksflótta til þéttbýlisisins fyrir sunnan, til borga eins og Óslóar, Stafangurs og Þrándheims, en oddviti sveitarfélagsins Alstahaug, Bård Anders Langø, segir að nú hafi það snúist við. ,,Hjá okkur eru jákvæðir búferlaflutningar. Unga fólkið kemur til baka, það bjóðast störf fyrir hæft fólk. Fólk á mínum aldri flytur hingað aftur og tekur fjölskylduna með. Það kaupir hús og fær sér vinnu sem hæfir þeirri menntun sem það hefur aflað sér;" segir oddvitinn. Fasteignaverð hefur rokið upp og tvöfaldast á fimm árum. ,,Það ríkir bjartsýni og eftirvænting um framtíðina," segir Eirik Hansen hjá Petro Arctic. Það eru sennilega einhver ár í það að við fáum því svarað hvort olíupeningar eigi eftir að flæða inn í íslenskar byggðir. Fyrstu vísbendingar gætum við þó fengið strax í apríl í vor þegar við sjáum hvort einhver olíufélög bjóði í Drekasvæðið.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira