Fótbolti

FIFA prófar marklínutækni í næstu viku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Markið umrædda sem Lampard skoraði ekki.
Markið umrædda sem Lampard skoraði ekki. Nordic Photos / Getty Images
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, mun prófa svokallaða marklínutækni frá tíu fyrirtækjum í næstu viku.

Umrædd tækni hefur lengi verið í umræðunni en hún á að segja til um hvort að boltinn hafi farið yfir marklínuna þegar slík vafaatriði koma upp.

Skemmst er að mynda þegar að Frank Lampard skoraði gegn Þýskalandi á HM í sumar að því er virtist löglegt mark. Dómari leiksins dæmdi hins vegar markið ekki gilt en endursýningar í sjónvarpi virtust gefa til kynna að boltinn hafi farið allur yfir línuna.

FIFA mun meta hvert kerfi fyrir sig en þess er krafist að það sé 100 prósent nákvæmt og geti komið skilaboðum áleiðis til dómara leiksins innan við sekúndu eftir að boltinn fór yfir línuna.

Niðurstöðurnar verða svo kynntar á fundi sambandsins í byrjun mars næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×