Fótbolti

Evans: Hátindur ferilsins að fara með landsliðinu á stórmót

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Evans í leik með United gegn Liverpool.
Evans í leik með United gegn Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Jonny Evans segir að það væri betri árangur að koma norður-írska landsliðinu í úrslitakeppni EM en að vinna titla með félagsliði hans, Manchester United.

Evans er lykilmaður í landsliði Norður-Írlands en er þó fyrst og fremst í aukahlutverki í liði United.

„Ef ég kæmist á stórmót með Norður-Írlandi myndi það skyggja á hvers kyns árangurs em ég myndi ná með Manchester United - nema að það væri að vinna þrennuna eða eitthvað álíka,“ sagði Evans við fjölmiðla í heimalandinu.

„Ég held að það sé erfiðara að komast á stórmót með Norður-Írlandi en að vinna annað hvort enska meistaratitilinn eða Meistaradeild Evrópu með Manchester United.“

Norður-Írland mætir Slóveníu í undankeppni EM 2012 annað kvöld en leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×