Fótbolti

Larsson tryggði Svíum sigur - Zlatan klúðraði víti

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Peteru Racu leikmaður Moldavíu tæklaði Zlatan Ibrahimovic duglega í leiknum í kvöld.
Peteru Racu leikmaður Moldavíu tæklaði Zlatan Ibrahimovic duglega í leiknum í kvöld. AFP
Sebastian Larsson tryggði Svíum 2-1 sigur gegn Moldavíu í undankeppni Evrópumóts landsliða í karlaflokki í fótbolta í kvöld en þetta er fyrsta landsliðsmark Birminghamleikmannsins.

Mikael Lustiq skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Svía á 30. mínútu en Zlatan Ibrahimovic klúðraði víti fyrir Svía í fyrri hálfleik. Alexander Suvorov jafnaði metin fyrir gestina undir lok leiksins en Larsson skoraði sigurmark Svía á 82. mínútu. Það er mikil barátta í E-riðli en Svíar eru með 9 stig en Hollendingar og Ungverjar eru að leika þessa stundina en Hollendingar eru með fullt hús stiga eða 15 í efsta sæti og Ungverjar eru með 9 stig í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×