Favre endanlega hættur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. janúar 2011 16:30 Favre hleypur af vellinum í síðasta skipti. AP Leikstjórnandinn Brett Favre hefur tilkynnt að hann hafi lagt skóna á hilluna. Þetta er reyndar í þriðja skiptið sem hann gerir það en flestir eru sammála um að hann standi við það að þessu sinni. Hinn 41 árs gamli Favre hætti árin 2008 og 2009 en gat svo ekki staðið við ákvörðunina þegar upp var staðið. Fyrst spilaði hann með NY Jets en síðan fór hann til Minnesota Vikings. Hann spilaði þó lungann af sínum ferli hjá Green Bay Packers. „Ég veit það er kominn tími á mig og ég er sáttur við það," sagði Favre eftir lokaleik Minnesota á tímabilinu sem var tapleikur gegn Detroit. Favre gat ekki spilað í lokaleiknum. Hann skilur eftir sig fjölda meta í NFL-deildinni en ótrúlegasta metið sem hann setti er að spila 321 leik í röð. Honum tókst að vinna Super Bowl einu sinni á sínum ferli en það var árið 1997 með Packers. Meðal þeirra meta sem hann á eru flestir sigurleikir (186), flestir kastaðir metrar (71.838 yardar), snertimarkssendingar (508) og tapaðir boltar (335). Favre átti erfitt með sig á blaðamannafundinum er hann tilkynnti að hann væri hættur. Favre átti frábært tímabil í fyrra og var hársbreidd frá því að koma Vikings í Super Bowl. Hann ákvað að reyna aftur í ár en hefði betur látið það eiga sig því það hefur allt gengið á afturfótunum bæði hjá honum og Vikings sem var fjarri því að komast í úrslitakeppnina. Hann missti einnig í fyrsta skipti af leikjum á ferlinum og lauk keppni afar lemstraður. Hann sér þó ekki eftir því að hafa reynt að spila áfram í ár. „Þetta hefur verið frábær reynsla fyrir mig. Vissulega gekk þetta tímabil ekki vel en svona er boltinn. Ég sé alls ekki eftir því að hafa reynt aftur í ár. Ég virkilega naut tímans hér í Minnesota. Ég sé ekki eftir neinu á mínum ferli og veit ekki um marga sem geta sagt það sama. Ég uppskar meira á mínum ferli en ég gat leyft mér að dreyma um. „Það verður aldrei auðvelt fyrir mig að hætta og ég veit að eflaust eiga einhverjir eftir að velta upp þeirri spurningu hvort ég taki annað ár. Af því verður samt ekki. Ég er hættur og núna er ég sáttur við að hætta," sagði Favre. Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Leikstjórnandinn Brett Favre hefur tilkynnt að hann hafi lagt skóna á hilluna. Þetta er reyndar í þriðja skiptið sem hann gerir það en flestir eru sammála um að hann standi við það að þessu sinni. Hinn 41 árs gamli Favre hætti árin 2008 og 2009 en gat svo ekki staðið við ákvörðunina þegar upp var staðið. Fyrst spilaði hann með NY Jets en síðan fór hann til Minnesota Vikings. Hann spilaði þó lungann af sínum ferli hjá Green Bay Packers. „Ég veit það er kominn tími á mig og ég er sáttur við það," sagði Favre eftir lokaleik Minnesota á tímabilinu sem var tapleikur gegn Detroit. Favre gat ekki spilað í lokaleiknum. Hann skilur eftir sig fjölda meta í NFL-deildinni en ótrúlegasta metið sem hann setti er að spila 321 leik í röð. Honum tókst að vinna Super Bowl einu sinni á sínum ferli en það var árið 1997 með Packers. Meðal þeirra meta sem hann á eru flestir sigurleikir (186), flestir kastaðir metrar (71.838 yardar), snertimarkssendingar (508) og tapaðir boltar (335). Favre átti erfitt með sig á blaðamannafundinum er hann tilkynnti að hann væri hættur. Favre átti frábært tímabil í fyrra og var hársbreidd frá því að koma Vikings í Super Bowl. Hann ákvað að reyna aftur í ár en hefði betur látið það eiga sig því það hefur allt gengið á afturfótunum bæði hjá honum og Vikings sem var fjarri því að komast í úrslitakeppnina. Hann missti einnig í fyrsta skipti af leikjum á ferlinum og lauk keppni afar lemstraður. Hann sér þó ekki eftir því að hafa reynt að spila áfram í ár. „Þetta hefur verið frábær reynsla fyrir mig. Vissulega gekk þetta tímabil ekki vel en svona er boltinn. Ég sé alls ekki eftir því að hafa reynt aftur í ár. Ég virkilega naut tímans hér í Minnesota. Ég sé ekki eftir neinu á mínum ferli og veit ekki um marga sem geta sagt það sama. Ég uppskar meira á mínum ferli en ég gat leyft mér að dreyma um. „Það verður aldrei auðvelt fyrir mig að hætta og ég veit að eflaust eiga einhverjir eftir að velta upp þeirri spurningu hvort ég taki annað ár. Af því verður samt ekki. Ég er hættur og núna er ég sáttur við að hætta," sagði Favre.
Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira