Enski boltinn

QPR samdi við framherja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tommy Smith, leikmaður QPR.
Tommy Smith, leikmaður QPR. Nordic Photos / Getty Images

QPR hefur gengið frá kaupum á framherjanum Tommy Smith sem hefur verið í láni hjá félaginu síðan í sumar.

Smith kom til QPR frá Portsmouth í lok sumars en hefur nú skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við fyrrnefnda félagið. Kaupverðið er óuppgefið.

Smith er 30 ára gamall og hefur skoraði fjögur mörk á tímabilinu. Hann hefur átta sinnum verið í byrjunarliðinu og níu sinnum komið inn á sem varamaður.

Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson er einnig á mála hjá QPR sem er nú á toppi ensku B-deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×