Enski boltinn

Dzeko: Kominn til City til að vinna titla

Elvar Geir Magnússon skrifar

Edin Dzeko segist vera mættur til Manchester City til þess að vinna titla. Þessi bosníski sóknarmaður var keyptur frá Wolfsburg á 27 milljónir punda frá Wolfsburg í síðustu viku og mun leika sinn fyrsta leik fyrir City gegn Wolves um næstu helgi.

„Manchester City er að keppa um toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar og ég vil taka þátt í því. Ég hef heyrt fólk tala um að ég hafi komið til félagsins útaf peningum en þetta snýst bara um metnað. Ég er kominn til að vinna titla. Mancini náði að sannfæra mig um að þetta væri besta félagið fyrir mig," segir Dzeko.

„Ég hef horft á marga leiki liðsins í sjónvarpinu og er hrifinn af spilamennsku þess. Nú þegar allur vafi er að baki vil ég bara gera mitt besta. Þetta hefur verið langt ferli."

Jérôme Boateng, þýski landsliðsmaðurinn hjá City, segir að félag sitt hafi keypt einn besta leikmann þýsku deildarinnar. „Dzeko er með allt. Hann er jafnvígur á báðar fætur, góður skallamaður og mjög sterkur sóknarmaður. Leikmaður í toppklassa," segir Boateng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×