Íslendingar búnir að kaupa 500 þúsund lítra af jólabjór Hugrún Halldórsdóttir skrifar 21. desember 2011 19:30 Íslendingar eru bjórþyrstir þessi jól líkt og hin fyrri en tæplega fimmhundruð þúsund lítrar af jólabjór hafa nú þegar verið seldir. Sá allra vinsælasti er danskur en íslenski Víkingurinn veitir honum harða samkeppni. Rétt tæplega 473 þúsund lítrar af jólabjór hafa selst frá því að hann kom í verslanir um miðjan síðasta mánuð. Á sama tíma í fyrra var búið að selja 355 þúsund lítra og því nemur aukningin rúmlega 30 prósentum milli ára. Sölutímabil jólabjórsins stendur fram á þrettándann en heildarsalan í fyrra nam 370 þúsund lítrum þannig að nú þegar er búið að selja rúmlega 100 þúsund lítra meira magn. En hvaða jólabjórar ætli séu vinsælastir hjá landanum þetta árið? Samkvæmt tölum frá ÁTVR hefur mest selst af hinum danska Turborg Christmas brew. Þar á eftir kemur Víking Jólabjór. Þriðja sætið vermir Kaldi jólabjór en Egils Jólagull það fjórða. Víking Jóla Bock kemur þar á eftir og Egils Malt jólabjór vermið sjötta sætið. Þess má geta að tegundirnar eru mun fleiri. Verðmæti sölunnar í ár nemur tæplega 436 milljónum króna sem er aukning um tæp fimmtíuprósent frá fyrra ári þegar salan nam 295 milljónum. Margar tegundir eru nú þegar uppseldar hjá framleiðendum sem og innflytjendum og því fá Vínbúðirnar ekki mikið magn til viðbótar. Þeir sem hafa sérstakt dálæti á jólabjór verða þess vegna að hafa hraðar hendur ef þeir ætla að skola nokkrum köldum niður þessi jólin. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Íslendingar eru bjórþyrstir þessi jól líkt og hin fyrri en tæplega fimmhundruð þúsund lítrar af jólabjór hafa nú þegar verið seldir. Sá allra vinsælasti er danskur en íslenski Víkingurinn veitir honum harða samkeppni. Rétt tæplega 473 þúsund lítrar af jólabjór hafa selst frá því að hann kom í verslanir um miðjan síðasta mánuð. Á sama tíma í fyrra var búið að selja 355 þúsund lítra og því nemur aukningin rúmlega 30 prósentum milli ára. Sölutímabil jólabjórsins stendur fram á þrettándann en heildarsalan í fyrra nam 370 þúsund lítrum þannig að nú þegar er búið að selja rúmlega 100 þúsund lítra meira magn. En hvaða jólabjórar ætli séu vinsælastir hjá landanum þetta árið? Samkvæmt tölum frá ÁTVR hefur mest selst af hinum danska Turborg Christmas brew. Þar á eftir kemur Víking Jólabjór. Þriðja sætið vermir Kaldi jólabjór en Egils Jólagull það fjórða. Víking Jóla Bock kemur þar á eftir og Egils Malt jólabjór vermið sjötta sætið. Þess má geta að tegundirnar eru mun fleiri. Verðmæti sölunnar í ár nemur tæplega 436 milljónum króna sem er aukning um tæp fimmtíuprósent frá fyrra ári þegar salan nam 295 milljónum. Margar tegundir eru nú þegar uppseldar hjá framleiðendum sem og innflytjendum og því fá Vínbúðirnar ekki mikið magn til viðbótar. Þeir sem hafa sérstakt dálæti á jólabjór verða þess vegna að hafa hraðar hendur ef þeir ætla að skola nokkrum köldum niður þessi jólin.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira