Enski boltinn

Bikardráttur: Man Utd fékk Southampton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Everton og Chelsea mætast í næstu umferð... að öllum líkindum.
Everton og Chelsea mætast í næstu umferð... að öllum líkindum.

Þeir eru ekkert að hangsa neitt á Englandi og hafa þegar dregið í fjórðu umferð FA-bikarkeppninnar. Ljóst er að Manchester United heimsækir Southampton en þessi lið mættust í úrslitum keppninnar 1976.

Sigurliðið úr rimmu Arsenal og Leeds leikur gegn Huddersfield og þá mun Chelsea að öllum líkindum leika gegn Everton. Chelsea er þessa stundina að etja kappi við Ipswich og hefur þriggja marka forystu í hálfleik.

Fjórða umferð FA-bikarsins verður leikin 29.-30. janúar.

Sheffield Wednesday - Wycombe/Hereford

West Ham - Nottingham Forest

Aston Villa - Blackburn

Stevenage - Reading

Notts County - Leicester/Man City

Doncaster/Wolves - Stoke/Cardiff

Birmingham - Coventry

Burnley - Burton

Swansea - Leyton Orient

Southampton - Manchester United

Everton - Chelsea/Ipswich

Fulham - Tottenham

Arsenal/Leeds - Huddersfield

Bolton - Wigan

Watford - Brighton

Torquay United - Crawley Town/Derby




Fleiri fréttir

Sjá meira


×