Enski boltinn

Arsenal bjargaði jafntefli gegn Leeds

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robert Snodgrass fagnar marki sínu í dag.
Robert Snodgrass fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images

Cesc Fabregas bjargaði Arsenal í ensku bikarkeppninni í dag er liðið gerði jafntefli við Leeds á heimavelli.

Gamla stórveldið Leeds er nú í toppbaráttu ensku B-deildarinnar en komst yfir gegn Arsenal með vítaspyrnu Robert Snodgrass í upphafi síðari hálfleiks. Denilson hafði þá brotið á Max Gradel.

Það var þó nokkuð gegn gangi leiksins þar sem að Arsenal var sterkari aðilinn í markalausum fyrri hálfleik.

Leeds komst þó nálægt því að komast í 2-0 þegar að Luciano Becchio átti skalla að marki sem Wojciech Szczesny varði glæsilega en með naumindum.

Arsenal var þó alltaf líklegt til að skora en Denilson komst nálægt því að jafna metin með góðu skoti undir lok leiksins. Kasper Schmeichel sýndi hins vegar stórglæsileg tilþrif og jafnaði metin.

En Arsenal náði að loksins að jafna þegar að Ben Parker togaði Theo Walcott niður í teignum var vítaspyrna dæmd. Fabregas, sem hafði komið inn á sem varamaður, skoraði af öryggi úr spyrnunni.

Liðin mætast nú öðru sinni, í þetta sinn á Elland Road og verður þá spilað til þrautar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×