Enski boltinn

Fabregas jafnteflinu feginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabregas skorar úr vítaspyrnunni í dag.
Fabregas skorar úr vítaspyrnunni í dag. Nordic Photos / Getty Images
Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, var feginn að hafa náð jafntefli gegn Leeds eftir að hafa verið undir lengst af í síðari hálfleik.

Robert Snodgrass kom Leeds yfir gegn gangi leiksins með marki úr vítspyrnu snemma í síðari hálfleik en liðin áttust við í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar á Emirates-leikfanginum. Liðin þurfa að mætast öðru sinni og verður þá leikið á heimavelli Leeds.

Fabregas kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði úr vítaspyrnu þegar skammt var eftir af leiknum.

„Þetta var mjög erfiður leikur," sagði Fabregas við fjölmiðla eftir leikinn. „Við spiluðum boltanum ekki nógu vel á milli okkar og vorum of hægir í fyrri hálfleik. Þeir fengu fyrir vikið meira sjálfstraust og tókst að fá vítaspyrnu."

„En við stóðum okkur vel síðustu 30 mínútur leiksins og settum þá undir mikla pressu. Markvörður þeirra [Kasper Schmeichel] á skilið að vera valinn maður leiksins. Hann var frábær."

„Nú þurfum við að fara til Leeds sem verður erfitt. En við þurfum að gera okkar besta til að vinna þá. Við viljum ekki detta úr leik í neinni keppni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×