Enski boltinn

Kýldur af eigin stuðningsmanni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hegðun eins stuðningsmanns enska D-deildarliðsins Stevenage setti ljótan blett á sigur liðsins á Newcastle í ensku bikarkeppninni í dag.

Stevenage vann 3-1 sigur og eftir leikinn þyrptust áhorfendur inn á völlinn. Einum var svo mikið í mun að eignast keppnistreyju að hann kýldi Scott Laird, leikmann Stevenage, þannig að hann lá eftir í grasinu eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir ofan.

„Scott var að fagna með stuðningsmönnunum þegar einn þeira kom upp að honum og kýldi hann," sagði Graham Westley, stjóri Stevenage, við fjölmiðla eftir leikinn.

„Hann féll í grasið og það er mikil synd að kvöldið hafi endað á þennan máta."

Málið verður tekið fyrir hjá enska knattspyrnusambandinu sem mun sjálfsagt líta það alvarlegum augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×