Landeyjahöfn hugsanlega lokuð í vetur 5. júlí 2011 10:30 MYND/Arnþór Rætt hefur verið um að loka alfarið fyrir siglingar Herjólfs um Landeyjahöfn í nokkra mánuði næsta vetur vegna óvissu um aðstæður. Í maí síðastliðnum var settur á laggirnar samstarfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins, Siglingastofnunar, Vegagerðarinnar, Eimskips og Vestmannaeyjabæjar til að meta aðstæður í höfninni og setja saman aðgerðaáætlun ef til þess kæmi að loka fyrir siglingar um hana næsta vetur. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ítrekar að engar ákvarðanir hafi verið teknar um að loka höfninni yfir veturinn. „Samstarfshópurinn mun miðla upplýsingum sín á milli og veita mér reglulegar upplýsingar með skipulögðum hætti," segir Ögmundur. „Það er ekki svo að málið sé í einhverri upplausn, nema síður sé." Ráðherra bendir á þær óviðráðanlegu aðstæður sem hafa valdið því að Herjólfur hefur ekki náð að sigla sem skyldi um Landeyjahöfn, en hún var lokuð frá 14. janúar síðastliðnum, til 4. maí. Það gerir um sautján vikur. „Við verðum að greina á milli þess sem við ráðum við og þess sem við ráðum illa við," segir Ögmundur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sterkur vilji hjá Eimskipi, sem á og rekur Herjólf, til að loka höfninni um tíma. Verið er að skoða að hafa hana opna fram í desember eða janúar en loka svo í nokkra mánuði og sigla þá frá Þorlákshöfn. Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskips, staðfestir að lokun hafnarinnar næsta vetur hafi verið rædd. „Samstarfshópurinn þarf að meta þetta og koma með tillögur," segir hann. „Það er þó enginn búinn að leggja fram beinar tillögur um lokun." Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það hugsanlegt að Herjólfur geti ekki þjónustað höfnina nema hluta úr ári, eins og komið hefur í ljós frá því að hún opnaði. „En hins vegar liggur það fyrir að Landeyjahöfn verður að þjónusta samfélagið í Vestmannaeyjum í tólf mánuði á ári." Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun hafa framkvæmdir við Landeyjahöfn kostað tæpa fjóra milljarða króna. - sv, shá / sjá síðu 4 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Rætt hefur verið um að loka alfarið fyrir siglingar Herjólfs um Landeyjahöfn í nokkra mánuði næsta vetur vegna óvissu um aðstæður. Í maí síðastliðnum var settur á laggirnar samstarfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins, Siglingastofnunar, Vegagerðarinnar, Eimskips og Vestmannaeyjabæjar til að meta aðstæður í höfninni og setja saman aðgerðaáætlun ef til þess kæmi að loka fyrir siglingar um hana næsta vetur. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ítrekar að engar ákvarðanir hafi verið teknar um að loka höfninni yfir veturinn. „Samstarfshópurinn mun miðla upplýsingum sín á milli og veita mér reglulegar upplýsingar með skipulögðum hætti," segir Ögmundur. „Það er ekki svo að málið sé í einhverri upplausn, nema síður sé." Ráðherra bendir á þær óviðráðanlegu aðstæður sem hafa valdið því að Herjólfur hefur ekki náð að sigla sem skyldi um Landeyjahöfn, en hún var lokuð frá 14. janúar síðastliðnum, til 4. maí. Það gerir um sautján vikur. „Við verðum að greina á milli þess sem við ráðum við og þess sem við ráðum illa við," segir Ögmundur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sterkur vilji hjá Eimskipi, sem á og rekur Herjólf, til að loka höfninni um tíma. Verið er að skoða að hafa hana opna fram í desember eða janúar en loka svo í nokkra mánuði og sigla þá frá Þorlákshöfn. Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskips, staðfestir að lokun hafnarinnar næsta vetur hafi verið rædd. „Samstarfshópurinn þarf að meta þetta og koma með tillögur," segir hann. „Það er þó enginn búinn að leggja fram beinar tillögur um lokun." Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það hugsanlegt að Herjólfur geti ekki þjónustað höfnina nema hluta úr ári, eins og komið hefur í ljós frá því að hún opnaði. „En hins vegar liggur það fyrir að Landeyjahöfn verður að þjónusta samfélagið í Vestmannaeyjum í tólf mánuði á ári." Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun hafa framkvæmdir við Landeyjahöfn kostað tæpa fjóra milljarða króna. - sv, shá / sjá síðu 4
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira