Erlent

Sonur kemur móður til bjargar - "Farðu af mömmu minni"

Kobe Sturgen kom móður sinni til bjargar.
Kobe Sturgen kom móður sinni til bjargar. mynd/KOMONEWS
Hugrakkur 10 ára gamall piltur kom móður sinni til bjargar þegar óður maður reyndi að nauðga henni. Pilturinn barði manninn með spítu og skaut hann í andlitið með loftbyssu.

Hinn 45 ára gamli Paul Newman, sem sakaður er um árásina, leigir herbergi af móðurinni. Á þriðjudaginn kom Newman heim ölvaður og reiður og réðst inn í herbergi konunnar. Hann tók konuna kverkataki og reyndi að koma vilja sínum fram.

Kobe Sturgen heyrði í öskrum móður sinnar og hljóp inn í herbergi hennar.

Hann kom askvaðandi með borðfjöl og lamdi Newman í höfuðið - hann skaut síðan óþokkann í andlitið með loftbyssu.

Mæðginunum tókst að flýja og hringja á lögregluna.

Newman var yfirbugaður af 10 ára gömlum pilti.mynd/KOMONEWS
Í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC sagði Kobe að Newmann hefði verið að meiða mömmu sína. Hann sagði Newman að hætta og hefði síðan skotið hann í andlitið.

Kobe heilsast vel og var móðir hans flutt spítala. Hún hlaut minniháttar meiðsli.

Newman hlaut einnig minniháttar meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×