Bolli taldi sig ekki geta selt sín bréf - hefði mælt gegn sölu Baldurs Erla Hlynsdóttir skrifar 2. mars 2011 13:33 Bolli Þór Bollason. Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að sér hafi ekki verið fært að selja hlutabréf sín í íslensku viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið haustið 2008 vegna þeirra trúnaðarupplýsinga sem hann bjó yfir sem fulltrui í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem átti sæti í þessum sama hópi, ákvað hins vegar að selja öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 192 milljónir. Hlutabréfin seldi Baldur 17. og 18. september 2008. Bolla og Baldur greinir á um hvort Baldur hafi tilkynnt honum um sölu bréfanna áður en hún átti sér stað, eða eftir á. Baldur bar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hann hafi haft samband við Bolla áður en hann seldi bréfin og rætt þá hugmynd við hann, sem Bolli hafi ekki sett sig gegn. Bolli segir hins vegar að hann hafi ekkert heyrt af sölu bréfa Baldurs fyrr en að henni lokinni. Bolli segir að þetta sé það veigamikið atriði að hann myndi sannarlega muna það ef Baldur hefði talað við hann um söluna fyrirfram. „Þetta var símtal þar sem hann skýrði mér frá því að hann hefði selt bréfin," sagði Bolli. „Ég man þetta sérstaklega því ég veit að ef ég hefði fengið símtal fyrir söluna þá hefði ég mælt gegn henni." Bolli átti sjálfur hlutabréf í íslensku bönkunum en sagði í dómsal að hann hefði metið stöðu sína þannig, þar sem hann var ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og fulltrúi í samaráðshópnum með aðgang að miklum upplýsingum sem lágu ekki á lausu, þá taldi hann „ef ekki lagalega þá allavega ekki siðferðislega" að hann gæti selt bréfin. Baldur er ákærður fyrir að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar í eigin þágu þegar hann tók ákvörðun um að selja bréfin sín rétt fyrir hrun bankans. Tengdar fréttir Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35 Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57 Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að sér hafi ekki verið fært að selja hlutabréf sín í íslensku viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið haustið 2008 vegna þeirra trúnaðarupplýsinga sem hann bjó yfir sem fulltrui í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem átti sæti í þessum sama hópi, ákvað hins vegar að selja öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 192 milljónir. Hlutabréfin seldi Baldur 17. og 18. september 2008. Bolla og Baldur greinir á um hvort Baldur hafi tilkynnt honum um sölu bréfanna áður en hún átti sér stað, eða eftir á. Baldur bar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hann hafi haft samband við Bolla áður en hann seldi bréfin og rætt þá hugmynd við hann, sem Bolli hafi ekki sett sig gegn. Bolli segir hins vegar að hann hafi ekkert heyrt af sölu bréfa Baldurs fyrr en að henni lokinni. Bolli segir að þetta sé það veigamikið atriði að hann myndi sannarlega muna það ef Baldur hefði talað við hann um söluna fyrirfram. „Þetta var símtal þar sem hann skýrði mér frá því að hann hefði selt bréfin," sagði Bolli. „Ég man þetta sérstaklega því ég veit að ef ég hefði fengið símtal fyrir söluna þá hefði ég mælt gegn henni." Bolli átti sjálfur hlutabréf í íslensku bönkunum en sagði í dómsal að hann hefði metið stöðu sína þannig, þar sem hann var ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og fulltrúi í samaráðshópnum með aðgang að miklum upplýsingum sem lágu ekki á lausu, þá taldi hann „ef ekki lagalega þá allavega ekki siðferðislega" að hann gæti selt bréfin. Baldur er ákærður fyrir að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar í eigin þágu þegar hann tók ákvörðun um að selja bréfin sín rétt fyrir hrun bankans.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35 Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57 Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35
Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57
Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51