Enski boltinn

Terry svaf ekkert nóttina fyrir fyrstu æfinguna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry og David Luiz.
John Terry og David Luiz. Mynd/AP
John Terry, nýskipaður fyrirliði enska landsliðsins á ný, hefur viðurkennt það að hann hafi verið mjög stressaður fyrir fyrstu æfingu landsliðsins eftir að Capello gerði hann aftur að fyrirliða. Terry verður fyrirliði enska landsliðsins á móti Wales á laugardaginn.

„Ég svaf ekkert um nóttina og ég var mjög stressaður ef ég segi alveg eins og er. Að upplifa svona dag og þurfa að ganga í gegnum allar þessar spurningar var eins og að ganga aftur í gegnum fyrsta skóladaginn," sagði John Terry.

„Þetta er mjög þrúgandi aðstaða þótt að ég hafi verið í henni oft áður. Ég er ekki það vitlaus að ég veit vel hverjum verðum kennt um það ef það fer ekki vel á móti Wales. Ég er samt fullorðinn maður og er tilbúinn í að taka við því öllu," sagði Terry.

Terry sagði það hafa aldrei komið til greina að afþakka fyrirliðabandið og hann er ánægður með ástandið í búningsklefanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×